Andsetningar í Róm - netið kemur ungmennum í samband við djöfulinn 30. mars 2011 21:23 Djöfullinn leynist víða. Veraldarvefurinn hefur gert fólki auðveldara um vik að komast í tengsl við djöfladýrkendur, en það er mikið áhyggjuefni ráðstefnugesta í háskóla í Róm, sem fjalla um særingar og andsetningar. Særingar er umræðuefni sex daga ráðstefnu í Regina Apostolorum Pontifical háskólanum í Róm en það er Vatíkanið sjálft sem stendur fyrir ráðstefnunni. Þar er fjallað um djöfladýrkendur, frætt um særingar og annað í þeim dúr, en tilgangurinn er að nálgast þetta alræmda umfjöllunarefni út frá alvarlegum vísindalegum grunni. Meðal áhyggjuefna ráðstefnugesta er eins og áður sagði auðvelt aðgengi almennings að djöfladýrkendum í gegnum veraldarvefinn. Þannig getur ungt fólk komið sér í samband við djöfladýrkendur á nokkrum mínútum. Þetta er alvarlegt umhugsunarefni af hálfu Vatíkansins sem lítur svo á að hið illa, og vaxandi áhugi á djöflinum sjálfum, sé orðið alvarlegt vandamál í nútímasamfélagi. Alls eru 60 kaþólskir prestar, læknar, sálfræðingar, kennarar og æskulýðsfulltrúar á ráðstefnunni. Skipuleggjendur ráðstefnunnar segja upprisu djöfladýrkenda hafa verið alvarlega vanmetna síðustu ár. Samkvæmt kenningum kaþólikkanna getur hvaða prestur sem er sært illa anda úr manneskjum. En það var fyrir þremur árum síðan sem Vatíkanið beindi þeim tilmælum til presta að kalla til sérstaka særingamenn á vegum kirkjunnar ef grunur léki á að manneskja væri andsetin. Meðal einkenna sem andsetin manneskja hefur, og lýst er á ráðstefnunni, er snögg breyting á hegðun sem og röddu, eiginleikinn til þess að tala erlend tungumál, svo ekki sé talað um útdauð tungumál og svo náttúrulega guðlast. Yfirsæringamaður Vatíkansins, faðir Gabriele Amorth, sagði djöfulinn sjálfan dvelja í Vatikaninu, höfuðvígi kaþólskunnar, svo alvarleg væri staðan. Hann vill meina að ítrekuð barnamisnotkunarmál, sem hafa komið upp í kaþólsku kirkjunni undanfarin ár, vera runnar undan rifjum Satans. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Sjá meira
Veraldarvefurinn hefur gert fólki auðveldara um vik að komast í tengsl við djöfladýrkendur, en það er mikið áhyggjuefni ráðstefnugesta í háskóla í Róm, sem fjalla um særingar og andsetningar. Særingar er umræðuefni sex daga ráðstefnu í Regina Apostolorum Pontifical háskólanum í Róm en það er Vatíkanið sjálft sem stendur fyrir ráðstefnunni. Þar er fjallað um djöfladýrkendur, frætt um særingar og annað í þeim dúr, en tilgangurinn er að nálgast þetta alræmda umfjöllunarefni út frá alvarlegum vísindalegum grunni. Meðal áhyggjuefna ráðstefnugesta er eins og áður sagði auðvelt aðgengi almennings að djöfladýrkendum í gegnum veraldarvefinn. Þannig getur ungt fólk komið sér í samband við djöfladýrkendur á nokkrum mínútum. Þetta er alvarlegt umhugsunarefni af hálfu Vatíkansins sem lítur svo á að hið illa, og vaxandi áhugi á djöflinum sjálfum, sé orðið alvarlegt vandamál í nútímasamfélagi. Alls eru 60 kaþólskir prestar, læknar, sálfræðingar, kennarar og æskulýðsfulltrúar á ráðstefnunni. Skipuleggjendur ráðstefnunnar segja upprisu djöfladýrkenda hafa verið alvarlega vanmetna síðustu ár. Samkvæmt kenningum kaþólikkanna getur hvaða prestur sem er sært illa anda úr manneskjum. En það var fyrir þremur árum síðan sem Vatíkanið beindi þeim tilmælum til presta að kalla til sérstaka særingamenn á vegum kirkjunnar ef grunur léki á að manneskja væri andsetin. Meðal einkenna sem andsetin manneskja hefur, og lýst er á ráðstefnunni, er snögg breyting á hegðun sem og röddu, eiginleikinn til þess að tala erlend tungumál, svo ekki sé talað um útdauð tungumál og svo náttúrulega guðlast. Yfirsæringamaður Vatíkansins, faðir Gabriele Amorth, sagði djöfulinn sjálfan dvelja í Vatikaninu, höfuðvígi kaþólskunnar, svo alvarleg væri staðan. Hann vill meina að ítrekuð barnamisnotkunarmál, sem hafa komið upp í kaþólsku kirkjunni undanfarin ár, vera runnar undan rifjum Satans.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Sjá meira