Fótbolti

Rooney ekki alvarlega meiddur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rooney fagnar hér í gær.
Rooney fagnar hér í gær.
Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, gerir ráð fyrir því að Wayne Rooney spili gegn Wales á þriðjudag þó svo leikmaðurinn hafi orðið fyrir smávægilegu hnjaski.

Rooney meiddist á fæti í 3-0 sigri Englands gegn Búlgaríu í gær. Rooney fór á kostum í leiknum og skoraði tvö mörk.

"Fóturinn er ekki alveg nógu góður en hann ætti samt að geta spilað. Hann er slæmur í stóru tánni en þetta er ekkert til að tala um. Hann þarf kannski aðeins að hvíla en hann spilar örugglega," sagði Capello.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×