Nýtt ríki stofnað í suðurhluta Súdans 9. júlí 2011 21:30 Börn í Suður-Súdan búa sig undir dansatriði sem þau ætla að sýna í dag. nordicphotos/AFP Undanfarna daga hafa íbúar í Suður-Súdan búið sig undir stofnun nýs ríkis í samræmi við niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin var í janúar síðastliðnum. Sjálfstæði var formlega lýst yfir í dag. Leiðtogar margra Afríkuríkja voru viðstaddir hátíðarhöldin ásamt Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Sex ár eru síðan meira en tuttugu ára borgarastríði lauk með friðarsamkomulagi. Partur af því samkomulagi var að íbúar í sunnanverðu landinu, sem aðhyllast ýmis afrísk trúarbrögð og kristni, fengju að kjósa um aðskilnað frá norðurhlutanum, þar sem arabískumælandi íbúar eru í meirihluta og alls ráðandi. Nánast allir íbúar suðurhlutans samþykktu sjálfstæði í kosningunum í janúar. „Stjórnin á samt mikið verk óunnið," segir Albino Gaw, einn íbúanna í suðurhlutanum. „Annars verður allt hérna eins og það var áður." UNICEF, barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, vekur athygli á því að ríflega helmingur íbúa þessa nýja ríkis er á barnsaldri. „Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa þessari „sjálfstæðiskynslóð" að lifa af og blómstra," segir í yfirlýsingu frá UNICEF. Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi, var sjálf á þessu svæði sem blaðamaður fyrir sex árum, stuttu eftir lok borgarastríðsins sem kostaði tvær milljónir manna lífið. „Þá bjuggust fáir af þeim sem ég ræddi við við því að friðurinn myndi halda, hvað þá að kosningarnar fengju að fara fram – hvað þá að úrslitin yrðu virt," segir hún. „Nú hefur þetta allt hins vegar gengið í gegn og ég trúi því bara varla." Veruleg spenna er enn á milli norðurs og suðurs og hefur vaxið eftir að sunnanmenn samþykktu í janúar síðastliðnum að stofna sjálfstætt ríki. Deilt er um legu landamæranna og auðlindir í jörðu, einkum olíu og gas sunnan landamæranna, sem norðanmenn hafa haft verulegar tekjur af. Óttast er að átök geti brotist út hvenær sem er, en reynt hefur verið að grípa til ráðstafana til að vinna gegn því. Meðal annars samþykktu fulltrúar beggja um síðustu mánaðamót að herlaust svæði verði meðfram landamærunum til að draga úr spennu. Þá samþykkti Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í gær að 7.900 manna alþjóðlegt friðargæslulið verði í Suður-Súdan, þar af 7.000 hermenn og 900 lögreglumenn. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Undanfarna daga hafa íbúar í Suður-Súdan búið sig undir stofnun nýs ríkis í samræmi við niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin var í janúar síðastliðnum. Sjálfstæði var formlega lýst yfir í dag. Leiðtogar margra Afríkuríkja voru viðstaddir hátíðarhöldin ásamt Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Sex ár eru síðan meira en tuttugu ára borgarastríði lauk með friðarsamkomulagi. Partur af því samkomulagi var að íbúar í sunnanverðu landinu, sem aðhyllast ýmis afrísk trúarbrögð og kristni, fengju að kjósa um aðskilnað frá norðurhlutanum, þar sem arabískumælandi íbúar eru í meirihluta og alls ráðandi. Nánast allir íbúar suðurhlutans samþykktu sjálfstæði í kosningunum í janúar. „Stjórnin á samt mikið verk óunnið," segir Albino Gaw, einn íbúanna í suðurhlutanum. „Annars verður allt hérna eins og það var áður." UNICEF, barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, vekur athygli á því að ríflega helmingur íbúa þessa nýja ríkis er á barnsaldri. „Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa þessari „sjálfstæðiskynslóð" að lifa af og blómstra," segir í yfirlýsingu frá UNICEF. Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi, var sjálf á þessu svæði sem blaðamaður fyrir sex árum, stuttu eftir lok borgarastríðsins sem kostaði tvær milljónir manna lífið. „Þá bjuggust fáir af þeim sem ég ræddi við við því að friðurinn myndi halda, hvað þá að kosningarnar fengju að fara fram – hvað þá að úrslitin yrðu virt," segir hún. „Nú hefur þetta allt hins vegar gengið í gegn og ég trúi því bara varla." Veruleg spenna er enn á milli norðurs og suðurs og hefur vaxið eftir að sunnanmenn samþykktu í janúar síðastliðnum að stofna sjálfstætt ríki. Deilt er um legu landamæranna og auðlindir í jörðu, einkum olíu og gas sunnan landamæranna, sem norðanmenn hafa haft verulegar tekjur af. Óttast er að átök geti brotist út hvenær sem er, en reynt hefur verið að grípa til ráðstafana til að vinna gegn því. Meðal annars samþykktu fulltrúar beggja um síðustu mánaðamót að herlaust svæði verði meðfram landamærunum til að draga úr spennu. Þá samþykkti Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í gær að 7.900 manna alþjóðlegt friðargæslulið verði í Suður-Súdan, þar af 7.000 hermenn og 900 lögreglumenn. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira