Falla metin á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum um helgina? 5. febrúar 2011 08:00 Kristinn Torfason úr FH, til vinstri, er sá síðasti til að setja Íslandsmet. Mynd/Anton Það má búast við metum og frábærum árangri á Meistaramótinu í frjálsum íþróttum í í Laugardalshöllinni um helgina en það er talið líklegt að Íslandsmet falli í nokkrum greinum. Kristinn Torfason FH setti nýverið Íslandsmet í þrístökki karla með 15,27m stökki. Kristinn er mjög líklegur til að bæta um betur á Meistaramóti Íslands en keppni í þrístökki fer fram kl. 13:00 á laugardag. Kristinn mun síðan berjast um Íslandsmeistaratitilinn í langstökki við Þorstein Ingvarsson HSÞ en það einvígi gæti hugsanlega endað með nýju Íslandsmeti en núverandi met, er 7,82m, er í eigu Jóns Arnars Magnússonar sett í mars árið 2000. Langstökkskeppnin fer fram á sunnudag kl. 14:00. Einar Daði Lárusson ÍR setti nýtt unglingamet í stangarstökki 20-22 ára í desember sl. 4,70m met sem Bjarki Gíslason UFA hefur bætt á undanförnum mótum upp í 4,83m. Það er því mjög líklegt að annar hvor þeirra eða báðir stökkvi hærra í stangarstökkinu sem fram fer á laugardag kl. 13:00. Einar Daði er handhafi unglingametsins í 60m grindahlaupi sem er 8,30 sek og er líklegt að hann bæti um betur á laugardaginn því hann hljóp á 8,39 sek um síðusutu helgi. Kvennasveit ÍR skipuð þeim Helgu Þráinsdóttur, Hrafnhild Eir Hermóðsdóttur, Kristínu Birnu Ólafsdóttur og Örnu Stefaníu Guðmundsdóttur eru mjög líklegar til að bæta Íslandsmetið í 4x400m boðhlaupi. Hlaupagikkurinn Aníta Hinriksdóttir, mesta efni í langhlaupum kvenna sem fram hefur komið í langan tíma, á Íslandi er mjög líkleg til að bæta metin í 1500m og 3000m í flokki 15-16 ára stúlkna. Helga Margrét Þorsteinsdóttir sem bættist í keppendahópinn á Meistaramóti Íslands í gær er líkleg til að bæta unglingametið í flokki 20-22 ára í kúluvarpi en hún varpaði kúlunni nýlkega 14,99m sem er Íslandsmet í þessum flokki. Innlendar Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Sjá meira
Það má búast við metum og frábærum árangri á Meistaramótinu í frjálsum íþróttum í í Laugardalshöllinni um helgina en það er talið líklegt að Íslandsmet falli í nokkrum greinum. Kristinn Torfason FH setti nýverið Íslandsmet í þrístökki karla með 15,27m stökki. Kristinn er mjög líklegur til að bæta um betur á Meistaramóti Íslands en keppni í þrístökki fer fram kl. 13:00 á laugardag. Kristinn mun síðan berjast um Íslandsmeistaratitilinn í langstökki við Þorstein Ingvarsson HSÞ en það einvígi gæti hugsanlega endað með nýju Íslandsmeti en núverandi met, er 7,82m, er í eigu Jóns Arnars Magnússonar sett í mars árið 2000. Langstökkskeppnin fer fram á sunnudag kl. 14:00. Einar Daði Lárusson ÍR setti nýtt unglingamet í stangarstökki 20-22 ára í desember sl. 4,70m met sem Bjarki Gíslason UFA hefur bætt á undanförnum mótum upp í 4,83m. Það er því mjög líklegt að annar hvor þeirra eða báðir stökkvi hærra í stangarstökkinu sem fram fer á laugardag kl. 13:00. Einar Daði er handhafi unglingametsins í 60m grindahlaupi sem er 8,30 sek og er líklegt að hann bæti um betur á laugardaginn því hann hljóp á 8,39 sek um síðusutu helgi. Kvennasveit ÍR skipuð þeim Helgu Þráinsdóttur, Hrafnhild Eir Hermóðsdóttur, Kristínu Birnu Ólafsdóttur og Örnu Stefaníu Guðmundsdóttur eru mjög líklegar til að bæta Íslandsmetið í 4x400m boðhlaupi. Hlaupagikkurinn Aníta Hinriksdóttir, mesta efni í langhlaupum kvenna sem fram hefur komið í langan tíma, á Íslandi er mjög líkleg til að bæta metin í 1500m og 3000m í flokki 15-16 ára stúlkna. Helga Margrét Þorsteinsdóttir sem bættist í keppendahópinn á Meistaramóti Íslands í gær er líkleg til að bæta unglingametið í flokki 20-22 ára í kúluvarpi en hún varpaði kúlunni nýlkega 14,99m sem er Íslandsmet í þessum flokki.
Innlendar Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Sjá meira