Uggur í útgerðarmönnum 2. janúar 2011 19:00 Mikill uggur er í útgerðarmönnum eftir yfirlýsingar Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þeir óttast að ríkisstjórnin ætli ekki að fara eftir tillögum sáttanefndar í málinu. Sáttanefnd sjávarútvegsráðherra um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða skilaði tillögum í september á síðasta ári. Meirihluti nefndarinnar lagði til að hin svokallaða samningaleið verði höfð til hliðsjónar við endurskoðun laganna. Útgerðarmenn eru almennt hlynntir þessari tillögu en þeir sem hafa gagnrýnt núverandi kvótakerfi telja hins vegar að samningaleiðin feli ekki í sér neinar grundvallarbreytingar. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í áramótaávarpi sínu að leiði eigi til lykta deilur um auðlindamál á nýju ári. Ráðherra var ekkert að skafa utan af því í Kryddsíldinni á Stöð 2 á gamlársdag. „Auðvitað getur það falist í því að við fyrnum kvótann með einhverjum hætti. Við ætlum ekki að hafa þetta þannig að þeir sem eiga kvótann í dag fái að halda honum. Það er það sem við höfum búið við í alltof marga áratugi. Nú þarf að beryta því. Það verður þjóðin sjálf sem fái arðinn af kvótanum en ekki nokkrir sægreifar," sagði Jóhanna. Þeir útgerðarmenn sem fréttastofa hefur talað við í dag eru uggandi og óttast að ríkisstjórnin ætli að hunsa niðurstöðu sáttanefndarinnar. Þeir vísa meðal annars til þess að forsætisráðherra hafi ekki svarað bréfi fulltrúa útvegsmanna frá því september á síðasta ári þar sem óskað er eftir fundi. Forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að óvissan um framtíðarskipan mála hafi skaðað greinina. Útgerðarmenn segja að lítill vilji sé til fjárfestingar og menn hugsi sig tvisvar um áður en þeir festa kaup á nýjum búnaði. Frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu verður væntanlega lagt fram á Alþingi snemma á þessu ári. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Mikill uggur er í útgerðarmönnum eftir yfirlýsingar Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þeir óttast að ríkisstjórnin ætli ekki að fara eftir tillögum sáttanefndar í málinu. Sáttanefnd sjávarútvegsráðherra um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða skilaði tillögum í september á síðasta ári. Meirihluti nefndarinnar lagði til að hin svokallaða samningaleið verði höfð til hliðsjónar við endurskoðun laganna. Útgerðarmenn eru almennt hlynntir þessari tillögu en þeir sem hafa gagnrýnt núverandi kvótakerfi telja hins vegar að samningaleiðin feli ekki í sér neinar grundvallarbreytingar. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í áramótaávarpi sínu að leiði eigi til lykta deilur um auðlindamál á nýju ári. Ráðherra var ekkert að skafa utan af því í Kryddsíldinni á Stöð 2 á gamlársdag. „Auðvitað getur það falist í því að við fyrnum kvótann með einhverjum hætti. Við ætlum ekki að hafa þetta þannig að þeir sem eiga kvótann í dag fái að halda honum. Það er það sem við höfum búið við í alltof marga áratugi. Nú þarf að beryta því. Það verður þjóðin sjálf sem fái arðinn af kvótanum en ekki nokkrir sægreifar," sagði Jóhanna. Þeir útgerðarmenn sem fréttastofa hefur talað við í dag eru uggandi og óttast að ríkisstjórnin ætli að hunsa niðurstöðu sáttanefndarinnar. Þeir vísa meðal annars til þess að forsætisráðherra hafi ekki svarað bréfi fulltrúa útvegsmanna frá því september á síðasta ári þar sem óskað er eftir fundi. Forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að óvissan um framtíðarskipan mála hafi skaðað greinina. Útgerðarmenn segja að lítill vilji sé til fjárfestingar og menn hugsi sig tvisvar um áður en þeir festa kaup á nýjum búnaði. Frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu verður væntanlega lagt fram á Alþingi snemma á þessu ári.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira