Myndbútur að vali þingvarðar í dómi 19. janúar 2011 07:15 Dómsalur var þétt setinn við aðalmeðferð í máli nímenninganna, sem sakaðir eru um að hafa ruðst inn í Alþingishúsið. Á myndinni má sjá nokkra sakborninga, fjölskyldur þeirra og stuðningsfólk. fréttablaÐiÐ/GVA Yfirþingvörður í Alþingishúsinu ákvað upp á eigin spýtur að velja og geyma stuttan kafla úr öryggismyndavél, þar sem sjá mátti nímenningana hópast inn í Alþingishúsið 8. desember 2008. Aðrar upptökur, fyrir og eftir atburðinn, voru ekki varðveittar og eyddust sjálfkrafa á viku til tíu dögum. Þetta kom meðal annars fram við aðalmeðferð málsins á hendur nímenningunum í héraðsdómi í gær. Þingvörðurinn, Guðlaugur Ágústsson, valdi sjálfur myndskeiðið sem geymt var, sýndi það forsætisnefnd og það er nú notað sem sönnunargagn í málinu. „Það er slæmt að langstærstur hluti myndbandsins skyldi vera látinn eyðast, því að það hefði getað upplýst um atvik sem skiptu verulegu máli um sönnunarfærslu í málinu,“ segir Brynjar Níelsson hrl., verjandi tveggja sakborninga. Hann bendir á að ákært hafi verið fyrir brot sem hefðu átt að sjást á því myndbandi, hefði það verið fyrir hendi. Gögn frá lögreglu, sem hafa að geyma myndir og fingraför voru lögð fram í gær í upphafi aðalmeðferðarinnar í máli þessara níu einstaklinga sem ákærðir eru fyrir innrás á Alþingi. Lára V. Júlíusdóttir, settur saksóknari, lagði fram gögnin. Sakborningarnir níu voru sammála um sum atriði, svo sem að þeir hefðu ekki farið inn í Alþingishúsið í heimildarleysi heldur hefðu þeir verið í fullum rétti til þess að fara inn í húsið, enda hefði ekkert gefið til kynna að þingpallar væru lokaðir. Sumir þeirra neituðu að svara spurningum saksóknara um hvers vegna þeir hefðu farið inn. Aðrir sögðust hafa farið inn til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og láta í sér heyra. Í aðalmeðferðinni var sýnt myndband úr öryggismyndavél af því þegar hópurinn fór inn í þinghúsið. Þar mátti sjá að til stympinga kom milli einhverra nímenninganna og þingvarða, þegar hinir síðarnefndu reyndu að stöðva fólksstrauminn inn. Sýning myndbandsins vakti töluverða kátínu í dómsal og mátti heyra hlátrasköll þegar það sýndi sem mestan atgang við útidyr þinghússins. Myndbandinu lauk á því að lögreglumenn komu þjótandi á vettvang. Einn sakborninga vakti athygli dómara á því að undarlegt væri að atburðarásin væri einungis sýnd þar til lögregla kom að húsinu en ekki eftir að laganna verðir voru komnir inn. Sakborningarnir, sem vildu á annað borð svara spurningunni um hvort ætlunin hefði verið að raska störfum þingsins, sögðu svo ekki hafa verið. Þó kvaðst einn þeirra hafa gert sér grein fyrir því að þetta gæti haft í för með sér einhverja röskun á störfum Alþingis. Saksóknari upplýsti að fram hefði komið við skýrslutökur hjá lögreglu að miðum hefði verið dreift fyrir atburðina í Alþingishúsinu þar sem fólk hefði verið hvatt til mótmælanna. Sakborningar ýmist neituðu að tjá sig um það hvort mótmælin hefðu verið skipulögð eða neituðu að svo hefði verið. Þá kannaðist enginn við að hafa lent í stympingum við þingverði eða lögreglu, né að hafa borið vopn eða barefli af einhverju tagi. jss@frettabladid.is Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Yfirþingvörður í Alþingishúsinu ákvað upp á eigin spýtur að velja og geyma stuttan kafla úr öryggismyndavél, þar sem sjá mátti nímenningana hópast inn í Alþingishúsið 8. desember 2008. Aðrar upptökur, fyrir og eftir atburðinn, voru ekki varðveittar og eyddust sjálfkrafa á viku til tíu dögum. Þetta kom meðal annars fram við aðalmeðferð málsins á hendur nímenningunum í héraðsdómi í gær. Þingvörðurinn, Guðlaugur Ágústsson, valdi sjálfur myndskeiðið sem geymt var, sýndi það forsætisnefnd og það er nú notað sem sönnunargagn í málinu. „Það er slæmt að langstærstur hluti myndbandsins skyldi vera látinn eyðast, því að það hefði getað upplýst um atvik sem skiptu verulegu máli um sönnunarfærslu í málinu,“ segir Brynjar Níelsson hrl., verjandi tveggja sakborninga. Hann bendir á að ákært hafi verið fyrir brot sem hefðu átt að sjást á því myndbandi, hefði það verið fyrir hendi. Gögn frá lögreglu, sem hafa að geyma myndir og fingraför voru lögð fram í gær í upphafi aðalmeðferðarinnar í máli þessara níu einstaklinga sem ákærðir eru fyrir innrás á Alþingi. Lára V. Júlíusdóttir, settur saksóknari, lagði fram gögnin. Sakborningarnir níu voru sammála um sum atriði, svo sem að þeir hefðu ekki farið inn í Alþingishúsið í heimildarleysi heldur hefðu þeir verið í fullum rétti til þess að fara inn í húsið, enda hefði ekkert gefið til kynna að þingpallar væru lokaðir. Sumir þeirra neituðu að svara spurningum saksóknara um hvers vegna þeir hefðu farið inn. Aðrir sögðust hafa farið inn til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og láta í sér heyra. Í aðalmeðferðinni var sýnt myndband úr öryggismyndavél af því þegar hópurinn fór inn í þinghúsið. Þar mátti sjá að til stympinga kom milli einhverra nímenninganna og þingvarða, þegar hinir síðarnefndu reyndu að stöðva fólksstrauminn inn. Sýning myndbandsins vakti töluverða kátínu í dómsal og mátti heyra hlátrasköll þegar það sýndi sem mestan atgang við útidyr þinghússins. Myndbandinu lauk á því að lögreglumenn komu þjótandi á vettvang. Einn sakborninga vakti athygli dómara á því að undarlegt væri að atburðarásin væri einungis sýnd þar til lögregla kom að húsinu en ekki eftir að laganna verðir voru komnir inn. Sakborningarnir, sem vildu á annað borð svara spurningunni um hvort ætlunin hefði verið að raska störfum þingsins, sögðu svo ekki hafa verið. Þó kvaðst einn þeirra hafa gert sér grein fyrir því að þetta gæti haft í för með sér einhverja röskun á störfum Alþingis. Saksóknari upplýsti að fram hefði komið við skýrslutökur hjá lögreglu að miðum hefði verið dreift fyrir atburðina í Alþingishúsinu þar sem fólk hefði verið hvatt til mótmælanna. Sakborningar ýmist neituðu að tjá sig um það hvort mótmælin hefðu verið skipulögð eða neituðu að svo hefði verið. Þá kannaðist enginn við að hafa lent í stympingum við þingverði eða lögreglu, né að hafa borið vopn eða barefli af einhverju tagi. jss@frettabladid.is
Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira