„Það er alltaf von, ég ætla ekki að missa hana“ 19. janúar 2011 20:51 Pétur Kristján Guðmundsson. Myndin er tekin af stuðningssíðu fyrir hann á Facebook. „Það fyrsta sem ég fékk að heyra þegar ég vaknaði aftur var: Þú ert ekkert að fara labba aftur," segir Pétur Kristján Guðmundsson sem féll fram af snjóhengju í Ausurríki á gamlárskvöld. Hann rúllaði um tuttugu metra áður en hann féll fram af níu metra háum kletti. Hann hlaut mænuskaða við fallið og er lamaður fyrir neðan mitti. Rætt var við Pétur Kristján í Kastljósi í kvöld. Pétur Kristján segist hafa farið með félögum sínum í partý á gamlárskvöld og eftir það hafi þeir ákveðið að fara upp að skíðasvæði og horfa á flugeldasýninguna á miðnætti þaðan. Í stað þess að labba gönguslóð niður af skíðasvæðinu hafi hann, ásamt félaga sínum, ákveðið að fara slóð þar sem fullt af snjó væri. Hann segir að þar hafi bara verið tún og því talið að ekki væri nein hætta á ferð. „Ég renn og reyni að grípa í eitthvað tré. Ég dett svo niður og byrja að rúlla, ég man eftir því þegar ég var að rúlla niður," segir Pétur Kristján en hann segist hafa rúllað tuttugu metra áður en hann datt fram af klett og lenti á skógarveg fyrir neðan. „Ég var með fulla meðvitund á veginum," segir hann en vinur hans byrjaði að hrópa á hann og spyr hvort það sé í lagi með hann. „Ég gat alveg talað skýrt en ég gat ekki hreyft mig og þurfti á hjálp að halda." Læknarnir sögðu við Pétur Kristján að það væru 99,99% líkur á að hann gæti ekki gengið aftur en hann hefur ekki misst alla von. „Það er alltaf von, ég ætla ekki að missa hana," segir hann en ásamt því að lamast blæddi inn á heilann og þrír lítrar blæddu inn á annað lungað sem féll saman við fallið. Nú er Pétur Kristján staddur á Grensásdeild Landspítalans þar sem hann verður í endurhæfingu í tvo mánuði. Þar verður honum kennt að vera sjálfstæður í hjólastól sem hann segir að sé vel hægt. „Sérstaklega þegar maður er svona ungur," segir hann jákvæður að lokum. Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
„Það fyrsta sem ég fékk að heyra þegar ég vaknaði aftur var: Þú ert ekkert að fara labba aftur," segir Pétur Kristján Guðmundsson sem féll fram af snjóhengju í Ausurríki á gamlárskvöld. Hann rúllaði um tuttugu metra áður en hann féll fram af níu metra háum kletti. Hann hlaut mænuskaða við fallið og er lamaður fyrir neðan mitti. Rætt var við Pétur Kristján í Kastljósi í kvöld. Pétur Kristján segist hafa farið með félögum sínum í partý á gamlárskvöld og eftir það hafi þeir ákveðið að fara upp að skíðasvæði og horfa á flugeldasýninguna á miðnætti þaðan. Í stað þess að labba gönguslóð niður af skíðasvæðinu hafi hann, ásamt félaga sínum, ákveðið að fara slóð þar sem fullt af snjó væri. Hann segir að þar hafi bara verið tún og því talið að ekki væri nein hætta á ferð. „Ég renn og reyni að grípa í eitthvað tré. Ég dett svo niður og byrja að rúlla, ég man eftir því þegar ég var að rúlla niður," segir Pétur Kristján en hann segist hafa rúllað tuttugu metra áður en hann datt fram af klett og lenti á skógarveg fyrir neðan. „Ég var með fulla meðvitund á veginum," segir hann en vinur hans byrjaði að hrópa á hann og spyr hvort það sé í lagi með hann. „Ég gat alveg talað skýrt en ég gat ekki hreyft mig og þurfti á hjálp að halda." Læknarnir sögðu við Pétur Kristján að það væru 99,99% líkur á að hann gæti ekki gengið aftur en hann hefur ekki misst alla von. „Það er alltaf von, ég ætla ekki að missa hana," segir hann en ásamt því að lamast blæddi inn á heilann og þrír lítrar blæddu inn á annað lungað sem féll saman við fallið. Nú er Pétur Kristján staddur á Grensásdeild Landspítalans þar sem hann verður í endurhæfingu í tvo mánuði. Þar verður honum kennt að vera sjálfstæður í hjólastól sem hann segir að sé vel hægt. „Sérstaklega þegar maður er svona ungur," segir hann jákvæður að lokum.
Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira