„Það er alltaf von, ég ætla ekki að missa hana“ 19. janúar 2011 20:51 Pétur Kristján Guðmundsson. Myndin er tekin af stuðningssíðu fyrir hann á Facebook. „Það fyrsta sem ég fékk að heyra þegar ég vaknaði aftur var: Þú ert ekkert að fara labba aftur," segir Pétur Kristján Guðmundsson sem féll fram af snjóhengju í Ausurríki á gamlárskvöld. Hann rúllaði um tuttugu metra áður en hann féll fram af níu metra háum kletti. Hann hlaut mænuskaða við fallið og er lamaður fyrir neðan mitti. Rætt var við Pétur Kristján í Kastljósi í kvöld. Pétur Kristján segist hafa farið með félögum sínum í partý á gamlárskvöld og eftir það hafi þeir ákveðið að fara upp að skíðasvæði og horfa á flugeldasýninguna á miðnætti þaðan. Í stað þess að labba gönguslóð niður af skíðasvæðinu hafi hann, ásamt félaga sínum, ákveðið að fara slóð þar sem fullt af snjó væri. Hann segir að þar hafi bara verið tún og því talið að ekki væri nein hætta á ferð. „Ég renn og reyni að grípa í eitthvað tré. Ég dett svo niður og byrja að rúlla, ég man eftir því þegar ég var að rúlla niður," segir Pétur Kristján en hann segist hafa rúllað tuttugu metra áður en hann datt fram af klett og lenti á skógarveg fyrir neðan. „Ég var með fulla meðvitund á veginum," segir hann en vinur hans byrjaði að hrópa á hann og spyr hvort það sé í lagi með hann. „Ég gat alveg talað skýrt en ég gat ekki hreyft mig og þurfti á hjálp að halda." Læknarnir sögðu við Pétur Kristján að það væru 99,99% líkur á að hann gæti ekki gengið aftur en hann hefur ekki misst alla von. „Það er alltaf von, ég ætla ekki að missa hana," segir hann en ásamt því að lamast blæddi inn á heilann og þrír lítrar blæddu inn á annað lungað sem féll saman við fallið. Nú er Pétur Kristján staddur á Grensásdeild Landspítalans þar sem hann verður í endurhæfingu í tvo mánuði. Þar verður honum kennt að vera sjálfstæður í hjólastól sem hann segir að sé vel hægt. „Sérstaklega þegar maður er svona ungur," segir hann jákvæður að lokum. Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
„Það fyrsta sem ég fékk að heyra þegar ég vaknaði aftur var: Þú ert ekkert að fara labba aftur," segir Pétur Kristján Guðmundsson sem féll fram af snjóhengju í Ausurríki á gamlárskvöld. Hann rúllaði um tuttugu metra áður en hann féll fram af níu metra háum kletti. Hann hlaut mænuskaða við fallið og er lamaður fyrir neðan mitti. Rætt var við Pétur Kristján í Kastljósi í kvöld. Pétur Kristján segist hafa farið með félögum sínum í partý á gamlárskvöld og eftir það hafi þeir ákveðið að fara upp að skíðasvæði og horfa á flugeldasýninguna á miðnætti þaðan. Í stað þess að labba gönguslóð niður af skíðasvæðinu hafi hann, ásamt félaga sínum, ákveðið að fara slóð þar sem fullt af snjó væri. Hann segir að þar hafi bara verið tún og því talið að ekki væri nein hætta á ferð. „Ég renn og reyni að grípa í eitthvað tré. Ég dett svo niður og byrja að rúlla, ég man eftir því þegar ég var að rúlla niður," segir Pétur Kristján en hann segist hafa rúllað tuttugu metra áður en hann datt fram af klett og lenti á skógarveg fyrir neðan. „Ég var með fulla meðvitund á veginum," segir hann en vinur hans byrjaði að hrópa á hann og spyr hvort það sé í lagi með hann. „Ég gat alveg talað skýrt en ég gat ekki hreyft mig og þurfti á hjálp að halda." Læknarnir sögðu við Pétur Kristján að það væru 99,99% líkur á að hann gæti ekki gengið aftur en hann hefur ekki misst alla von. „Það er alltaf von, ég ætla ekki að missa hana," segir hann en ásamt því að lamast blæddi inn á heilann og þrír lítrar blæddu inn á annað lungað sem féll saman við fallið. Nú er Pétur Kristján staddur á Grensásdeild Landspítalans þar sem hann verður í endurhæfingu í tvo mánuði. Þar verður honum kennt að vera sjálfstæður í hjólastól sem hann segir að sé vel hægt. „Sérstaklega þegar maður er svona ungur," segir hann jákvæður að lokum.
Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira