"Útrýming kjördæmapotara“ Jón Kristjánsson skrifar 25. júní 2011 07:00 Ég sá fyrirsögn í Fréttablaðinu um að Fjárlaganefnd Alþingis hefði útrýmt kjördæmapoti. Þessari fyrirsögn var fylgt eftir með velþóknun í forystugrein blaðsins og skrifum dálkahöfunda. Tilefnið var að ákvörðun var tekin um það í nefndinni að hætta úthlutun svokallaðra „safnliða" og ákveða aðeins heildarupphæðina og framselja skiptinguna til ráðuneytanna og annarra sem málið varðar. Ég sat fyrir einum áratug í Fjárlaganefnd Alþingis og tók þátt í þessari úthlutun á sínum tíma. Ég get tekið það fram strax að mér finnst þetta skynsamleg ráðstöfun. Á tíunda áratugnum voru tekin skref til breytinga, án þess að ganga alla leið. Ein af þeim var sú að fela fagnefndum þingsins að gera tillögur um skiptingu til einstakra málaflokka, og einnig var það tekið upp að gera samninga um menningarmál við landshlutasamtök sem sáu síðan um úthlutun styrkja. Hluta þessara safnliða var úthlutað af viðkomandi ráðuneytum. Nú hefur skrefið verið stigið til fulls og vonandi gengur þetta nýja fyrirkomulag vel og verður til farsældar menningarmálum í víðasta skilningi. Þetta hefur hins vegar vakið upp umræðu um kjördæmapot og fullyrðingar um að þingmenn kæmu færandi hendi heim í kjördæmi sín með fulla vasa af peningum handa vinum sínum og öðrum sem eru að vinna að málum. Þetta er angi af þeirri umræðu sem verið hefur uppi um langan tíma að öll barátta einstakra þingmanna fyrir kjördæmi sín er kölluð kjördæmapot og einkum eru það landsbyggðarþingmenn sem hafa fengið þessa nafngift. Mér hefur alltaf fundist þessi umræða helgast af því að verið sé að tala niður til kjósenda. Þeir hugsi ekki heila hugsun um stjórnmál aðra en þá að kjósa þá sem færi þeim fjármuni til afmarkaðra áhugamála sinna, ekkert annað komist að. Hafi einhverjir „kjördæmapotarar" á Alþingi verið þessarar skoðunar held ég að þessi þáttur sé afar ofmetinn svo ekki sé meira sagt. Kjósendur eru ekki eins miklir sérhagsmunamenn og margir halda. Það er afstætt hvað kallað er „kjördæmapot". Er það kjördæmapot að halda fram hagsmunum lykilstofnana í sínu kjördæmi svo sem heilbrigðisstofnana, skóla, sveitarfélaga eða berjast fyrir umbótum í atvinnumálum og samgöngumálum svo eitthvað sé nefnt? Ég áleit þetta skyldu mína á þeim tíma sem ég var á Alþingi og varð ekki var við annað en að það væri þetta sem brann á fólki, ásamt fjölmörgum almennum málum. Það væri óskandi að þingmenn sem hafa gott jarðsamband og vilja berjast fyrir hagsmunamálum kjördæma sinna verði meðhöndlaðir með ofurlítið minni alhæfingum en verið hefur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Ég sá fyrirsögn í Fréttablaðinu um að Fjárlaganefnd Alþingis hefði útrýmt kjördæmapoti. Þessari fyrirsögn var fylgt eftir með velþóknun í forystugrein blaðsins og skrifum dálkahöfunda. Tilefnið var að ákvörðun var tekin um það í nefndinni að hætta úthlutun svokallaðra „safnliða" og ákveða aðeins heildarupphæðina og framselja skiptinguna til ráðuneytanna og annarra sem málið varðar. Ég sat fyrir einum áratug í Fjárlaganefnd Alþingis og tók þátt í þessari úthlutun á sínum tíma. Ég get tekið það fram strax að mér finnst þetta skynsamleg ráðstöfun. Á tíunda áratugnum voru tekin skref til breytinga, án þess að ganga alla leið. Ein af þeim var sú að fela fagnefndum þingsins að gera tillögur um skiptingu til einstakra málaflokka, og einnig var það tekið upp að gera samninga um menningarmál við landshlutasamtök sem sáu síðan um úthlutun styrkja. Hluta þessara safnliða var úthlutað af viðkomandi ráðuneytum. Nú hefur skrefið verið stigið til fulls og vonandi gengur þetta nýja fyrirkomulag vel og verður til farsældar menningarmálum í víðasta skilningi. Þetta hefur hins vegar vakið upp umræðu um kjördæmapot og fullyrðingar um að þingmenn kæmu færandi hendi heim í kjördæmi sín með fulla vasa af peningum handa vinum sínum og öðrum sem eru að vinna að málum. Þetta er angi af þeirri umræðu sem verið hefur uppi um langan tíma að öll barátta einstakra þingmanna fyrir kjördæmi sín er kölluð kjördæmapot og einkum eru það landsbyggðarþingmenn sem hafa fengið þessa nafngift. Mér hefur alltaf fundist þessi umræða helgast af því að verið sé að tala niður til kjósenda. Þeir hugsi ekki heila hugsun um stjórnmál aðra en þá að kjósa þá sem færi þeim fjármuni til afmarkaðra áhugamála sinna, ekkert annað komist að. Hafi einhverjir „kjördæmapotarar" á Alþingi verið þessarar skoðunar held ég að þessi þáttur sé afar ofmetinn svo ekki sé meira sagt. Kjósendur eru ekki eins miklir sérhagsmunamenn og margir halda. Það er afstætt hvað kallað er „kjördæmapot". Er það kjördæmapot að halda fram hagsmunum lykilstofnana í sínu kjördæmi svo sem heilbrigðisstofnana, skóla, sveitarfélaga eða berjast fyrir umbótum í atvinnumálum og samgöngumálum svo eitthvað sé nefnt? Ég áleit þetta skyldu mína á þeim tíma sem ég var á Alþingi og varð ekki var við annað en að það væri þetta sem brann á fólki, ásamt fjölmörgum almennum málum. Það væri óskandi að þingmenn sem hafa gott jarðsamband og vilja berjast fyrir hagsmunamálum kjördæma sinna verði meðhöndlaðir með ofurlítið minni alhæfingum en verið hefur.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun