Matarskattur: kjarabót eða pólitískt moldviðri? Jóhannes Hraunfjörð Karlsson skrifar 19. ágúst 2011 06:00 Eigum við að rifja upp síðasta áratug 20. aldar? Verðbólga, olíukreppa, óeirðir á Englandi, búferlaflutningar til Norðurlanda og matarskattur. Alveg eins og núna. Hvað er í gangi? Þá eins og nú hafði vinstri stjórn tekið við eftir áralanga óstjórn hægri manna. Með Þjóðarsáttinni árið 1989 voru lögð drög að uppbyggingu efnahagslífsins og EES-samningurinn var innan seilingar. Sjálfstæðisflokkurinn beitti öllum sínum mætti til að komast aftur að kjötkötlunum og þegar loks fór aftur að sjá til sólar komst flokkurinn til valda með efnahagsstefnu sem lagði landið í rúst á 18 árum. Efnahagsstefna Sjálfstæðisflokksins byggðist á stiglækkandi sköttum og litlu sem engu félagslegu kerfi. Með öðrum orðum: því hærri tekjur sem menn höfðu, því lægri skatta greiddu þeir til samfélagsins. Þeir tekjulágu skyldu sjá um sig sjálfir. Samhliða var dregið úr skatteftirliti og skattrannsóknir heyrðu til undantekninga. Í staðinn var fólki talin trú um að lækkun virðisaukaskatts á matvæli úr 24,5% í 14% og síðar 7% bætti kjör láglaunafólks eða kæmi í stað beinna greiðslna eins og hækkun persónuafsláttar og barna- og húsnæðisbóta. Upphaf hins svonefnda matarskatts má rekja til krafna Alþýðusambands Íslands, ASÍ, vorið 1993 um að kjör hinna lægst launuðu yrðu bætt. Í kjölfarið setti ríkisstjórn Alþýðu- og Sjálfstæðisflokks, Viðeyjarstjórnin, lög um lækkun virðisaukaskatts á matvæli. Miklar efasemdir vöknuðu á Alþingi um skilvirkni þess að lækka virðisaukaskatt af matvælum til að jafna tekjur og var Efnahags-og viðskiptanefnd þrískipt um málið. Í kjölfarið óskaði Halldór Ásgrímsson, Framsóknarflokki, eftir úttekt Ríkisendurskoðunar um áhrif lækkunarinnar. Meginniðurstaða hennar var sú, að aðgerðirnar hefðu gjörsamlega mistekist. Lækkun virðisaukaskatts úr 24,5% í 14% til að auka kaupmátt heimilanna var versta leiðin sem völ var á í stöðunni. Útreikningar Ríkisendurskoðunar bentu til þess að aðeins 16% af tekjutapi ríkissjóðs við aðgerðina hefðu skilað sér til lágtekjuheimilanna. Skýrsla Ríkisendurskoðunar byggist m.a. á rannsóknum þeirra Anthonys Atkinson og Josephs Stiglitz frá árinu 1976, en þeir bentu á að hagkvæmasta leiðin til þess að laga kjör þeirra sem minnst báru úr býtum væri fjölþrepa tekjuskattur og flatur virðisaukaskattur. Niðurstaða Ríkisendurskoðunar er mikill áfellisdómur yfir stjórnsýslunni í heild sinni. Menn rjúka upp til handa og fóta og öllu kerfinu er breytt í nafni félagslegs réttlætis án nokkurra rannsókna. Þegar storminn lægir og staðan er skoðuð kemur jafnvel í ljós að betra hefði verið að halda að sér höndum. Í þessu tilviki taldi Ríkisendurskoðun að miklu nær hefði verið að fara í beinar aðgerðir, s.s. að hækka barnabótaauka, hækka hátekjuskatt og hækka persónuafslátt, samskonar aðgerðir og núverandi ríkisstjórn greip til árið 2010 í kjölfar kreppunnar, en þær hefðu skilað lágtekjuheimilum miklu meira en áðurnefndar aðgerðir. Samt var þessi skýrsla týnd og tröllum gefin þegar stjórnvöld fóru aftur af stað og lækkuðu matarskattinn úr 14% í 7%, með lögum nr. 175/2006, en þá notuðu þau nákvæmlega sömu rök og áður, þ.e. að slíkar aðgerðir kæmu lágtekjuheimilunum best. Miðað við áðurnefnda útreikninga Ríkisendurskoðunar má reikna með að aðeins 10% af tekjutapi ríkissjóðs vegna lækkunar virðisaukaskatts skili sér til lágtekjuheimila. Hin 90% fara til þeirra sem ekki þurfa á aðstoð að halda. Þessi aðgerð er því bæði dýr og ómarkviss, einkum þegar þröngt er í búi vegna óstjórnar síðustu ára. Mun markvissari aðgerð í ríkisfjármálum væri að hafa eitt 20% virðisaukaskattsþrep, án nokkurrar undanþágu eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggur nú til, en þær tillögur eru samhljóma fyrsta frumvarpinu um virðisaukaskatt og hækka persónuafslátt og barna- og húsnæðisbætur. Þannig fengi ríkissjóður meira upp í skuldahala Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks og þeir nytu aðstoðar sem þurfa á henni að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Eigum við að rifja upp síðasta áratug 20. aldar? Verðbólga, olíukreppa, óeirðir á Englandi, búferlaflutningar til Norðurlanda og matarskattur. Alveg eins og núna. Hvað er í gangi? Þá eins og nú hafði vinstri stjórn tekið við eftir áralanga óstjórn hægri manna. Með Þjóðarsáttinni árið 1989 voru lögð drög að uppbyggingu efnahagslífsins og EES-samningurinn var innan seilingar. Sjálfstæðisflokkurinn beitti öllum sínum mætti til að komast aftur að kjötkötlunum og þegar loks fór aftur að sjá til sólar komst flokkurinn til valda með efnahagsstefnu sem lagði landið í rúst á 18 árum. Efnahagsstefna Sjálfstæðisflokksins byggðist á stiglækkandi sköttum og litlu sem engu félagslegu kerfi. Með öðrum orðum: því hærri tekjur sem menn höfðu, því lægri skatta greiddu þeir til samfélagsins. Þeir tekjulágu skyldu sjá um sig sjálfir. Samhliða var dregið úr skatteftirliti og skattrannsóknir heyrðu til undantekninga. Í staðinn var fólki talin trú um að lækkun virðisaukaskatts á matvæli úr 24,5% í 14% og síðar 7% bætti kjör láglaunafólks eða kæmi í stað beinna greiðslna eins og hækkun persónuafsláttar og barna- og húsnæðisbóta. Upphaf hins svonefnda matarskatts má rekja til krafna Alþýðusambands Íslands, ASÍ, vorið 1993 um að kjör hinna lægst launuðu yrðu bætt. Í kjölfarið setti ríkisstjórn Alþýðu- og Sjálfstæðisflokks, Viðeyjarstjórnin, lög um lækkun virðisaukaskatts á matvæli. Miklar efasemdir vöknuðu á Alþingi um skilvirkni þess að lækka virðisaukaskatt af matvælum til að jafna tekjur og var Efnahags-og viðskiptanefnd þrískipt um málið. Í kjölfarið óskaði Halldór Ásgrímsson, Framsóknarflokki, eftir úttekt Ríkisendurskoðunar um áhrif lækkunarinnar. Meginniðurstaða hennar var sú, að aðgerðirnar hefðu gjörsamlega mistekist. Lækkun virðisaukaskatts úr 24,5% í 14% til að auka kaupmátt heimilanna var versta leiðin sem völ var á í stöðunni. Útreikningar Ríkisendurskoðunar bentu til þess að aðeins 16% af tekjutapi ríkissjóðs við aðgerðina hefðu skilað sér til lágtekjuheimilanna. Skýrsla Ríkisendurskoðunar byggist m.a. á rannsóknum þeirra Anthonys Atkinson og Josephs Stiglitz frá árinu 1976, en þeir bentu á að hagkvæmasta leiðin til þess að laga kjör þeirra sem minnst báru úr býtum væri fjölþrepa tekjuskattur og flatur virðisaukaskattur. Niðurstaða Ríkisendurskoðunar er mikill áfellisdómur yfir stjórnsýslunni í heild sinni. Menn rjúka upp til handa og fóta og öllu kerfinu er breytt í nafni félagslegs réttlætis án nokkurra rannsókna. Þegar storminn lægir og staðan er skoðuð kemur jafnvel í ljós að betra hefði verið að halda að sér höndum. Í þessu tilviki taldi Ríkisendurskoðun að miklu nær hefði verið að fara í beinar aðgerðir, s.s. að hækka barnabótaauka, hækka hátekjuskatt og hækka persónuafslátt, samskonar aðgerðir og núverandi ríkisstjórn greip til árið 2010 í kjölfar kreppunnar, en þær hefðu skilað lágtekjuheimilum miklu meira en áðurnefndar aðgerðir. Samt var þessi skýrsla týnd og tröllum gefin þegar stjórnvöld fóru aftur af stað og lækkuðu matarskattinn úr 14% í 7%, með lögum nr. 175/2006, en þá notuðu þau nákvæmlega sömu rök og áður, þ.e. að slíkar aðgerðir kæmu lágtekjuheimilunum best. Miðað við áðurnefnda útreikninga Ríkisendurskoðunar má reikna með að aðeins 10% af tekjutapi ríkissjóðs vegna lækkunar virðisaukaskatts skili sér til lágtekjuheimila. Hin 90% fara til þeirra sem ekki þurfa á aðstoð að halda. Þessi aðgerð er því bæði dýr og ómarkviss, einkum þegar þröngt er í búi vegna óstjórnar síðustu ára. Mun markvissari aðgerð í ríkisfjármálum væri að hafa eitt 20% virðisaukaskattsþrep, án nokkurrar undanþágu eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggur nú til, en þær tillögur eru samhljóma fyrsta frumvarpinu um virðisaukaskatt og hækka persónuafslátt og barna- og húsnæðisbætur. Þannig fengi ríkissjóður meira upp í skuldahala Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks og þeir nytu aðstoðar sem þurfa á henni að halda.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun