Erlent

Mótmælandinn er manneskja ársins

Frá Occupy-mótmælunum í Zuccotti Park í New York.
Frá Occupy-mótmælunum í Zuccotti Park í New York. mynd/AFP

Bandaríska fréttatímaritið Time hefur valið Mótmælandann sem manneskju ársins.

Valið var tilkynnt í sjónvarpsþættinum The Today Show á sjónvarpsstöðinni NBC í dag.

Tímaritið vísar til mótþróans í Austurlöndum nær sem dreifst hafa til Evrópu og Bandaríkjanna. Í tilkynningu frá Time kemur fram að mótmælendurnir séu að endurmóta pólitískt landslag alþjóðasamfélagsins.

Á síðasta ári hlaut Mark Zuckerberg verðlaunin en hann er stofnandi og stjórnarformaður samskiptasíðunnar Facebook.

Verðlaunin eru veitt þeim sem tímaritið telur að hafi haft mestu áhrif á liðnu ári.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.