Erlent

Sjakalinn hlaut enn einn lífstíðardóminn

Hryðjuverkamaðurinn Illich Ramirez Sanchez, betur þekktur sem Sjakalinn, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir dómstól í París.

Dómurinn fann Sjakalann sekan um að hafa skipulagt fjórar hryðjuverkaárásir á níunda áratug síðustu aldar en í þeim létu samtals 11 manns lífið og yfir 100 manns særðust.

Meðan á réttarhöldunum stóð lýsti Sjakalinn sér sem bardagamanni og atvinnubyltingarmanni. Þessi dómur bætist ofan á fleiri lífstíðardóma sem Sjakalinn hefur hlotið fyrir hryðjuverk á löngum og blóði drifnum ferli sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×