Lífið

Ásdís Rán léttklædd í myndatöku

Ég er búin að vinna hörðum höndum í hönnun á IceQueen undirfata-línunni síðustu mánuði. Þetta er búið að vera mjög áhugavert og skemmtilegt verkefni, segir Ásdís Rán sem sjá má í meðfylgjandi myndskeiði sitja fyrir léttklædd þegar myndataka fyrir auglýsingaherferð IceQueen undirfatalínunnar fór fram á hótelherbergi í Búlgaríu.

Það var Hagkaup sem lagði þessa hugmynd undir mig í byrjun. Þeir gáfu mér þetta frábæra tækifæri sem varð að veruleika stuttu seinna, segir Ásdís.

Draumur rætist

Þetta er eitthvað sem mig hefur alltaf langað til að gera og vonandi á þetta allt eftir að ganga vel á Íslandi þannig að ég geti haldið áfram á þessari braut. Nærfötin eru öll fyrsta flokks gæði, handsaumuð úr ítölskum efnum og skreytt með Swarovski og oðru fínu skrauti en ég framleiði þau hér í Sófíu.

Nærföt og body-vörur

Hagkaup verður með um fimm gerðir af settum til að byrja með og allskonar litríkar stakar naríur og boxera en ég er með töluvert fleiri gerðir í búðinni minni hér í Búlgaríu sem vonandi verða til á Íslandi í framtíðinni. Nærfötin eru komin til Íslands ásamt nýju IceQueen beauty- kittunum fyrir jólin og líka nýju Icequeen body-vörurnar sem ég er að setja í prufusölu Wild Berrie og Golden peach ilmandi sæt sturtusápa, bodylotion og scrub.

Setjið IceQueen í jólapakkana

Svo nú er það bara að velja IceQueen í jólapakkana, gefa mér tækifæri og hunsa stóru snyrtivöru risana, segir hún hlæjandi og heldur áfram:

Þakklát fyrir tækifærið

Ég er bara virkilega þakklát fyrir þetta tækifæri og er alveg að njóta mín á þessu sviði og nú er bara að vona að þið skvísurnar fílið líka IceQueen undirfötin. Ekki hika við að láta mig vita á Facebook þar sem ég verð að gefa einhver eintök fram að jólum. Bara gera læk og fylgjast með, segir ísdrottningin áður en kvatt er.

Icequeen á Facebook






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.