Erlent

Dómari í Texas hýðir fatlaða dóttur

Adams hefur verið vikið frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir.
Adams hefur verið vikið frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir.
Myndband sem sýnir dómara frá Texas hýða dóttur sína hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum. Dóttir mannsins kom myndbandsupptökuvél fyrir í herbergi sínu og setti upptökuna á vefsíðuna YouTube.

Myndbandið birtist á síðunni 27. október síðastliðinn en það var tekið upp árið 2004. Það var svo fyrr í vikunni sem myndbandið fór að vekja athygli og hefur því verið dreift víða á samskiptasíðum eins og Facebook, Twitter og Reddit.

Á myndbandinu sést til William Adams refsa fatlaðri dóttur sinni, Hillary, fyrir að ná í tónlist af internetinu. Eiginkona Adams tekur þátt í hýðingunni en Hillary segir að móðir sín hafi verið neydd til að taka þátt.

Á YouTube má finna lýsingu Hillary á hýðingunni. Hún segir að hýðingarnar hafi verið daglegt brauð á heimilinu og að Adams sé ekki hæfur til að gegna föðurhlutverki.

Adams hefur verið vikið frá störfum en hann segist ekki sjá eftir atvikinu.

Hægt er að sjá myndbandið hér, ásamt umfjöllun CNN um málið.

Það skal þó tekið fram að í myndbandinu er að finna gróft ofbeldi og munnsöfnuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×