Sýknudómur í kynferðisbrotamáli ómerktur 20. október 2011 16:40 Hæstiréttur ómerkti og vísaði aftur í hérað sýknudómi Héraðsdóms Norðurlands vestra yfir karlmanni sem var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fimmtán ára stúlku í þvottahúsi á heimili sínu. Atvikið átti sér stað í maí 2010. Manninum var gefið að sök að hafa káfað tvisvar innanklæða á rassi stúlkunnar Í héraðsdómi var komist að þeirri niðurstöðu að framburður vitna, sem báru að stúlkan hefði sagt þeim frá atvikinu, sýndi að stúlkan hefði verið sjálfri sér samkvæm. Á hinn bóginn sannaði sá framburður ekkert um hið ætlaða atvik, sem ekkert þessara vitna sá sjálft. Það sama mætti segja um sálfræðigögn sem lægju fyrir. Hæstiréttur taldi að þessi ályktun héraðsdóms fengi ekki staðist, enda yrði við heildarmat á því hvort sönnun hefði verið færð fram af hálfu ákæruvaldsins um sakargiftir á hendur ákærða meðal annars að líta til óbeinna sönnunargagna, sem stutt gætu frásögn brotaþola. Héraðsdómur hafði einnig talið að ekki yrði litið framhjá eindregnum framburði sonar mannsins og var sýkna hans meðal annars á honum reist. Hæstiréttur taldi aftur á móti að ekki yrði horft framhjá því að frásögn sonarins hefði í smáatriðum verið á sama veg og framburður föður hans. Sonurinn bar að um 10 sekúndur hefðu liðið frá því að hann vaknaði uns hann hefði verið kominn í gættina á þvottahúsinu þar sem maðurinn átti að vera að brjóta á stúlkunni. Hæstiréttur tók fram varðandi þetta atriði að til þess væri að líta að sonurinn hefði verið á unglingsaldri og klukkan ekki orðin sex að morgni. Í ljósi alls þessa þótti héraðsdómur ekki hafa fellt dóm á málið með tilliti til allra gagna sem fyrir honum lágu og varð að telja líkur á að niðurstaða héraðsdóms um sönnunargildi munnlegs framburðar fyrir dómi kynni að vera röng svo að einhverju skipti um úrslit málsins. Hinn áfrýjaði dómur var því ómerktur og meðferð málsins frá upphafi aðalmeðferðar og málinu vísað heim í hérað til meðferðar á ný. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Hæstiréttur ómerkti og vísaði aftur í hérað sýknudómi Héraðsdóms Norðurlands vestra yfir karlmanni sem var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fimmtán ára stúlku í þvottahúsi á heimili sínu. Atvikið átti sér stað í maí 2010. Manninum var gefið að sök að hafa káfað tvisvar innanklæða á rassi stúlkunnar Í héraðsdómi var komist að þeirri niðurstöðu að framburður vitna, sem báru að stúlkan hefði sagt þeim frá atvikinu, sýndi að stúlkan hefði verið sjálfri sér samkvæm. Á hinn bóginn sannaði sá framburður ekkert um hið ætlaða atvik, sem ekkert þessara vitna sá sjálft. Það sama mætti segja um sálfræðigögn sem lægju fyrir. Hæstiréttur taldi að þessi ályktun héraðsdóms fengi ekki staðist, enda yrði við heildarmat á því hvort sönnun hefði verið færð fram af hálfu ákæruvaldsins um sakargiftir á hendur ákærða meðal annars að líta til óbeinna sönnunargagna, sem stutt gætu frásögn brotaþola. Héraðsdómur hafði einnig talið að ekki yrði litið framhjá eindregnum framburði sonar mannsins og var sýkna hans meðal annars á honum reist. Hæstiréttur taldi aftur á móti að ekki yrði horft framhjá því að frásögn sonarins hefði í smáatriðum verið á sama veg og framburður föður hans. Sonurinn bar að um 10 sekúndur hefðu liðið frá því að hann vaknaði uns hann hefði verið kominn í gættina á þvottahúsinu þar sem maðurinn átti að vera að brjóta á stúlkunni. Hæstiréttur tók fram varðandi þetta atriði að til þess væri að líta að sonurinn hefði verið á unglingsaldri og klukkan ekki orðin sex að morgni. Í ljósi alls þessa þótti héraðsdómur ekki hafa fellt dóm á málið með tilliti til allra gagna sem fyrir honum lágu og varð að telja líkur á að niðurstaða héraðsdóms um sönnunargildi munnlegs framburðar fyrir dómi kynni að vera röng svo að einhverju skipti um úrslit málsins. Hinn áfrýjaði dómur var því ómerktur og meðferð málsins frá upphafi aðalmeðferðar og málinu vísað heim í hérað til meðferðar á ný.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira