Sýknudómur í kynferðisbrotamáli ómerktur 20. október 2011 16:40 Hæstiréttur ómerkti og vísaði aftur í hérað sýknudómi Héraðsdóms Norðurlands vestra yfir karlmanni sem var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fimmtán ára stúlku í þvottahúsi á heimili sínu. Atvikið átti sér stað í maí 2010. Manninum var gefið að sök að hafa káfað tvisvar innanklæða á rassi stúlkunnar Í héraðsdómi var komist að þeirri niðurstöðu að framburður vitna, sem báru að stúlkan hefði sagt þeim frá atvikinu, sýndi að stúlkan hefði verið sjálfri sér samkvæm. Á hinn bóginn sannaði sá framburður ekkert um hið ætlaða atvik, sem ekkert þessara vitna sá sjálft. Það sama mætti segja um sálfræðigögn sem lægju fyrir. Hæstiréttur taldi að þessi ályktun héraðsdóms fengi ekki staðist, enda yrði við heildarmat á því hvort sönnun hefði verið færð fram af hálfu ákæruvaldsins um sakargiftir á hendur ákærða meðal annars að líta til óbeinna sönnunargagna, sem stutt gætu frásögn brotaþola. Héraðsdómur hafði einnig talið að ekki yrði litið framhjá eindregnum framburði sonar mannsins og var sýkna hans meðal annars á honum reist. Hæstiréttur taldi aftur á móti að ekki yrði horft framhjá því að frásögn sonarins hefði í smáatriðum verið á sama veg og framburður föður hans. Sonurinn bar að um 10 sekúndur hefðu liðið frá því að hann vaknaði uns hann hefði verið kominn í gættina á þvottahúsinu þar sem maðurinn átti að vera að brjóta á stúlkunni. Hæstiréttur tók fram varðandi þetta atriði að til þess væri að líta að sonurinn hefði verið á unglingsaldri og klukkan ekki orðin sex að morgni. Í ljósi alls þessa þótti héraðsdómur ekki hafa fellt dóm á málið með tilliti til allra gagna sem fyrir honum lágu og varð að telja líkur á að niðurstaða héraðsdóms um sönnunargildi munnlegs framburðar fyrir dómi kynni að vera röng svo að einhverju skipti um úrslit málsins. Hinn áfrýjaði dómur var því ómerktur og meðferð málsins frá upphafi aðalmeðferðar og málinu vísað heim í hérað til meðferðar á ný. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira
Hæstiréttur ómerkti og vísaði aftur í hérað sýknudómi Héraðsdóms Norðurlands vestra yfir karlmanni sem var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fimmtán ára stúlku í þvottahúsi á heimili sínu. Atvikið átti sér stað í maí 2010. Manninum var gefið að sök að hafa káfað tvisvar innanklæða á rassi stúlkunnar Í héraðsdómi var komist að þeirri niðurstöðu að framburður vitna, sem báru að stúlkan hefði sagt þeim frá atvikinu, sýndi að stúlkan hefði verið sjálfri sér samkvæm. Á hinn bóginn sannaði sá framburður ekkert um hið ætlaða atvik, sem ekkert þessara vitna sá sjálft. Það sama mætti segja um sálfræðigögn sem lægju fyrir. Hæstiréttur taldi að þessi ályktun héraðsdóms fengi ekki staðist, enda yrði við heildarmat á því hvort sönnun hefði verið færð fram af hálfu ákæruvaldsins um sakargiftir á hendur ákærða meðal annars að líta til óbeinna sönnunargagna, sem stutt gætu frásögn brotaþola. Héraðsdómur hafði einnig talið að ekki yrði litið framhjá eindregnum framburði sonar mannsins og var sýkna hans meðal annars á honum reist. Hæstiréttur taldi aftur á móti að ekki yrði horft framhjá því að frásögn sonarins hefði í smáatriðum verið á sama veg og framburður föður hans. Sonurinn bar að um 10 sekúndur hefðu liðið frá því að hann vaknaði uns hann hefði verið kominn í gættina á þvottahúsinu þar sem maðurinn átti að vera að brjóta á stúlkunni. Hæstiréttur tók fram varðandi þetta atriði að til þess væri að líta að sonurinn hefði verið á unglingsaldri og klukkan ekki orðin sex að morgni. Í ljósi alls þessa þótti héraðsdómur ekki hafa fellt dóm á málið með tilliti til allra gagna sem fyrir honum lágu og varð að telja líkur á að niðurstaða héraðsdóms um sönnunargildi munnlegs framburðar fyrir dómi kynni að vera röng svo að einhverju skipti um úrslit málsins. Hinn áfrýjaði dómur var því ómerktur og meðferð málsins frá upphafi aðalmeðferðar og málinu vísað heim í hérað til meðferðar á ný.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira