Innlent

Ákvörðun um gæsluvarðhald yfir kókaínsmyglurum í dag

Héraðsdómur Suðurlands tók sér í gærkvöldi frest þartil síðdegis í dag til að taka afstöðu til kröfu lögreglunnar um gæsluvarðhaldsúrskurði yfir fjórum Litháuum, sem handteknir voru í sumarbústað í Árnessýslu og í Reykjavík í fyrrinótt með mikið af kókaíni í fórum sínum.

Krafist er allt að fjögurra vikna varðhaldi yfir mönnunum þremur úr sumarbústaðnum og tíu daga yfir fjórða manninum. Beðið er úrskurðar um styrkleika efnisins, en hreint kókaín margfaldast að þyngd með íblöndunarefnum áður en það fer í smásölu.

Ekki er gefið upp hvort fleiri eru grunaðir um aðild að málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×