Innlent

Vara ferðamenn við að kaupa hvalkjöt í Leifsstöð

HKS skrifar
Hrefnukjöt er oft mjög girnilegt.
Hrefnukjöt er oft mjög girnilegt. mynd/ gva.
Erlendir ferðamenn sem kaupa hvalkjöt í Leifsstöð og taka það með sér heim brjóta gegn alþjóðlegu viðskiptabanni með hvalaafurðir og gætu lent í fangelsi. Þetta kemur fram í umfjöllun þýska dagblaðsins Bild um málið.

Blaðið bendir á að hrefnukjöt sé selt í versluninni Inspired by Iceland í Leifsstöð en verslunin sérhæfir sig í innlendum og erlendum matvörum. Í blaðinu segir að að innlutningur á hvalkjöti sé bannaður í löndum Evrópusambandsins og því eru ferðamenn varaðir við því að kaupa slíkar vörur á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×