Innlent

Ögmundur heimsótti sérstakan saksóknara

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari. Mynd/ innanríkisráðuneytið.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra heimsótti nýverið embætti sérstaks saksóknara. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, kynnti ásamt samstarfsmönnum sínum ráðherra og fylgdarliði starfsemi embættisins og starfsmenn.

Samkvæmt frétt á vef ráðuneytisins eru starfsmenn sérstaks saksóknara nú nálega 90 og embættinu hafa borist rúmlega 180 mál til meðferðar. Kærur berast úr ýmsum áttum, frá skilanefndum, einstaklingum, stjórnvöldum og mál hafa einnig verið tekin upp að frumkvæði embættisins. Kringum tíu mál eru langt komin hjá embættinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×