Innlent

ÍAV og Marti buðu lægst í Vaðlaheiðagöng

Vaðlaheiði liggur milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals.
Vaðlaheiði liggur milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals. Mynd/ kristán kristjánsson
ÍAV og Marti áttu lægsta tilboðið í Vaðlaheiðagöng, en tilboðin voru opnuð í dag. Tilboðið hljóðar upp á  8,9 milljarða króna. Tilboðið nemur 95% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar vegna verksins. Áætlunin hljóðaði uppp á rúma 9,3 milljarða króna. Þrjú önnur tilboð bárust en þau voru öll yfir kostnaðaráætlun. Það hæsta nam um 10,9 milljörðum króna.

Tilboð ÍAV og Marti verður skoðað áfram og það skýrist ekki fyrr en í næsta mánuði, hvort það sé raunhæft þannig að hægt sé að ráðast í verkið. Vaðlaheiði er á milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×