Innlent

Búið að opna í Fagradal

Vegurinn um Fagradal hefur verið opnaður fyrir umferð en þar varð í morgun alvarlegt umferðarslys þegar fólksbíll og vörubíll skullu saman. Í tilkynningu frá lögerglu segir að nokkrar tafi geti orðið á umferðinni enn um sinn þar sem lögregla er enn við vinnu á staðnum. Nánar verður greint frá tildrögum slyssins síðar.


Tengdar fréttir

Fólksbíll og vörubíll rákust saman

Vegurinn um Fagradal er enn lokaður vegna alvarlegs umferðarslyss sem varð á veginum á níunda tímanum í morgun. Slysið varð með þeim hætti að fólksbíll og vörubíll sem voru að koma úr gagnstæðri átt rákust saman. Mjög mikil hálka var á veginum þar sem slysið varð en ekki snjór. Lögregla og viðbragðsaðilar eru enn á vettvangi og ekki hafa fengist upplýsingar um hve margir voru í bílunum eða hve margir eu slasaðir.

Slys í Fagradal - vegurinn lokaður

Bílslys varð á leiðinni á milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar í morgun. Vegurinn um Fagradal er lokaður af þessum sökum. Að sögn lögreglu er ekki unnt að veita nánari upplýsingar um slysið eða tildrög þess að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×