Innlent

Krefjast þess að hætt verði við lokun St. Jósefsspítala

Guðmundur Rúnar Árnason.
Guðmundur Rúnar Árnason. Mynd/GVA
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar mótmælir harðlega ákvörðun um lokun St. Jósefsspítala í Hafnarfirði og krefst þess að hún verði endurskoðuð og sameining við LSH gangi til baka. Í tilkynningu frá bæjarstjórninni segir að ákvörðunin gangi þvert á þá sátt sem lofað hafi verið og þau fyrirheit sem gefin voru, um að St. Jósefsspítali gegndi áfram mikilvægu hlutverki í nærþjónustu við íbúa í Hafnarfirði.

„Bæjarstjórn Hafnarfjarðar krefst þess að staðið verði við loforð velferðarráðherra um samráð og þegar verði teknar upp viðræður milli Velferðarráðherra og Hafnarfjarðarbæjar um hvernig áframhald starfsemi á St. Jósefsspítala verði tryggð. Í því sambandi ítrekar bæjarstjórnin fyrri samþykktir sínar um að taka yfir öldrunarþjónustu, heilsugæslu og alla almenna heilbrigðisþjónustu í bænum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×