Innlent

Engar samgönguframkvæmdir og ekkert fangelsi á fjáraukalögum

Ekki er gert ráð fyrir að neinn kostnaður falli til vegna samgönguframkvæmda eða byggingu nýs fangelsis á þessu ári samkvæmt fjáraukalögum.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, mælti fyrir nýjum fjáraukalögum í þingsal í dag. Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar, þar á meðal Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, gerðu athugasemdir við að þar væri ekki gert ráð fyrir ábyrgðum ríkissjóðs á samgönguframkvæmdum í þar til gerðu hlutafélagi.

Fjármálaráðherra segir að ekki sé gert ráð fyrir að til falli kostnaður vegna samgönguframkvæmda á þessu ári í þeim mæli sem menn gerðu sér vonir um í upphafi ársins þegar heimildir voru settar inn.

Þá gerðu Ásbjörn og fleiri einnig athugsemdir við að ekki væri minnst á byggingu nýs fangelsis í fjáraukalögum þessa árs og fjárlögum þessa árs og spurðu hvort ríkisstjórnin hefði hætt við bygginguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×