Erlent

Harry Potter hrekkjusvín með bensínssprengju

Waylett lék hrekkjusvínið Crabbe í Harry Potter kvikmyndunum.
Waylett lék hrekkjusvínið Crabbe í Harry Potter kvikmyndunum.
Leikarinn Jamie Waylett hefur verið kærður fyrir að hafa bensínsprengju undir höndum í óeirðunum í London í ágúst á þessu ári. Hann er einnig sakaður um að hafa rænt kampavínsflösku úr verslun sem óeirðarseggir höfðu brotist inn í.

Waylett, sem er 22 ára gamall, lék hrekkjusvínið Crabbe í Harry Potter kvikmyndunum.

Lögreglan sá Waylett á upptökum úr öryggismyndavélum í Chalk Farm hverfinu í Norður-Lundúnum.

Málið er litið alvarlegum augum og er Waylett sagður hafa ætlað að nota sprengjuna til að skemma eignir á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×