Innlent

Alheimsmótmæli teygja anga sína til Íslands

Frá mótmælum í Los Angeles þann 13. október síðastliðinn.
Frá mótmælum í Los Angeles þann 13. október síðastliðinn. Mynd/AFP
Boðað hefur verið til mótmælafundar á Lækjartorgi á morgun, þann 15. október, sem ber yfirskriftina „Tökum Torgin“. Þessi fundur mun hinsvegar ekki einungis vera bundinn við Lækjartorg, þar sem alls er áætlað að mótmælt verði í hátt í eitt þúsund borgum víðsvegar um heim.

Í yfirlýsingu frá íslenskum skipuleggjendum mótmælanna er fundinum lýst sem viðburði þar sem þáttakendur muni koma saman til þess að láta í ljós andstöðu sína við fjármálavaldið og krefjast alvöru lýðræðis.

Heitið „Tökum Torgin“ vísar til hreyfingarinnar Occupy Wall Street eða „Hernemum Wall Street“ sem hlotið hefur töluverða athygli, en hún hófst þann 17. september síðastliðinn þegar smár hópur aðgerðarsinna hreiðraði um sig utandyra í fjármálahverfi New York.

Fjórtán mótmælendur voru handteknir í New York í dag, en auk þess voru rúmlega sjö hundruð manns tekin höndum fyrr í mánuðinum þegar mótmælendur héldu í kröfugöngu yfir Brooklyn brúna í New York.

Nánar er hægt að kynna sér viðburðinn á heimasíðunni 15october.net, og á íslenskri Facebook síðu mótmælanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×