Innlent

Spá stormi víða um land í dag

Veðurstofan spáir stormi víða um land í dag og bendir ökumönnum á að búast megi við erfiðum akstursskilyrðum á noðranverðu landinu í dag, fyrst norðvestanlands.

Þar var vindur  víða um og yfir 20 metrar á sekúndu á fjallvegum í nótt og snjóflóð féllu  á Hrafnseyrarheiði í gærkvöldi. Mokstur er víða hafinn á Vestfjörðum.

Slydda og snjókoma verða fyrir norðan og rigning eystra, en búast má við öskufoki á Suðurlandi. Bræla er úti fyrir ströndum og sára fá fiskiskip á sjó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×