Erlent

Þýskur ferðamaður hvarf á hitabeltiseyju

Ramin hvarf fyrir nokkrum vikum á hitabeltiseyjunni Nuku Hiva.
Ramin hvarf fyrir nokkrum vikum á hitabeltiseyjunni Nuku Hiva.
Lögreglan í París bíður nú eftir niðurstöðum DNA rannsókna á líkamsleifum sem fundust á hitabeltiseyjunni Nuku Hiva í Frönsku Pólýnesíu.

Líklegt þykir að leifarnar séu af þýskum ferðamanni, Stefan Ramin, en hans hefur saknað í nokkrar vikur.

Líkamsleifarnar fundust við eldstæði ásamt brenndum fötum. Yfirvöld íhuga nú hvort að Ramin hafi orðið mannætum að bráð.

Ramin var á ferðalagi með unnustu sinni þegar hann hvarf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×