Fjögur og hálft tonn af hamborgurum seldust á 24 tímum Boði Logason skrifar 18. október 2011 10:28 Árni Þór Árnason framkvæmdastjóri Hópkaupa.is Mynd úr einkasafni „Já, ég held að ég verði bara að vera heiðarlegur og segja að þetta fór fram úr okkar björtustu vonum," segir Árni Þór Árnason, framkvæmdastjóri Hópkaupa.is sem seldu yfir 40 þúsund hamborgara frá Metró á vefsíðu sinni í gær. Tilboðið var í gangi í 24 klukkutíma en með því var hægt að kaupa ostborgara á 99 krónur í staðinn fyrir 350 krónur. Það er vægt til orða tekið að tilboðið hafi farið vel í landann því það hreinlega sló í gegn hjá honum því um 12,5 prósent þjóðarinnar nýttu sér tilboðið. Það verða því um 4,6 tonn af hamborgurum sem verða seld á Metró næstu daga og vikunnar. „Þetta er alveg ótrúlegt. Ég held að það hafi aldrei verið seldir svona margir hamborgarar á 24 tímum, þetta er dálítíð magnað. Það var mikið álag á öllum hérna í gær og vefurinn fór á hliðina hjá okkur nokkrum sinnum. Þetta var dálítið mögnuð traffík og ég held að hvaða vefur sem er hefði farið á hliðina við þessar aðstæður," segir Árni Þór. Hann segir að starfsmenn fyrirtækisins hafi ekki búist við svona gífurlegum fjölda. „Ég vann veðmálið hérna á skrifstofunni og ég giskaði á að það seldust yfir 7 þúsund hamborgarar," segir hann sprækur. „Ég held að þetta sé bara viðurkenning á því sem við erum að byggja upp."Hópkaup er nýtt fyrirtæki á markaðnum sem snýst um að veita viðskiptavinum afslátt á ákveðnum vöruflokkum. Tilboðin gilda í ákveðinn tíma og svo prentar viðskiptavinurinn afrit af því tilboði sem hann keypti og fer með í verslunina. Það eru þrjú tilboð í gangi á 24 tíma fresti, tvö á höfuðborgarsvæðinu og eitt á Akureyri. Árni Þór vill ekki fara nánar í það hvað það er sem Hópkaup græðir á því að bjóða upp á svona þjónustu. „Það er rosalega misjafnt eftir því fyrir hverja við erum að vinna. Þeir sem eru hjá okkur eru að fá margfalt meira en það sem við fáum," segir hann. „Seljandinn fær mikla auglýsingu og við erum að kaupa auglýsingar fyrir seljendur víða. Við fáum ákveðna prósentu - þetta er bara samband milli okkar og seljandans og ef það gengur vel þá högnumst við með honum en þetta er fyrst og fremst hagstætt fyrir kaupandann," segir hann að lokum. Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
„Já, ég held að ég verði bara að vera heiðarlegur og segja að þetta fór fram úr okkar björtustu vonum," segir Árni Þór Árnason, framkvæmdastjóri Hópkaupa.is sem seldu yfir 40 þúsund hamborgara frá Metró á vefsíðu sinni í gær. Tilboðið var í gangi í 24 klukkutíma en með því var hægt að kaupa ostborgara á 99 krónur í staðinn fyrir 350 krónur. Það er vægt til orða tekið að tilboðið hafi farið vel í landann því það hreinlega sló í gegn hjá honum því um 12,5 prósent þjóðarinnar nýttu sér tilboðið. Það verða því um 4,6 tonn af hamborgurum sem verða seld á Metró næstu daga og vikunnar. „Þetta er alveg ótrúlegt. Ég held að það hafi aldrei verið seldir svona margir hamborgarar á 24 tímum, þetta er dálítíð magnað. Það var mikið álag á öllum hérna í gær og vefurinn fór á hliðina hjá okkur nokkrum sinnum. Þetta var dálítið mögnuð traffík og ég held að hvaða vefur sem er hefði farið á hliðina við þessar aðstæður," segir Árni Þór. Hann segir að starfsmenn fyrirtækisins hafi ekki búist við svona gífurlegum fjölda. „Ég vann veðmálið hérna á skrifstofunni og ég giskaði á að það seldust yfir 7 þúsund hamborgarar," segir hann sprækur. „Ég held að þetta sé bara viðurkenning á því sem við erum að byggja upp."Hópkaup er nýtt fyrirtæki á markaðnum sem snýst um að veita viðskiptavinum afslátt á ákveðnum vöruflokkum. Tilboðin gilda í ákveðinn tíma og svo prentar viðskiptavinurinn afrit af því tilboði sem hann keypti og fer með í verslunina. Það eru þrjú tilboð í gangi á 24 tíma fresti, tvö á höfuðborgarsvæðinu og eitt á Akureyri. Árni Þór vill ekki fara nánar í það hvað það er sem Hópkaup græðir á því að bjóða upp á svona þjónustu. „Það er rosalega misjafnt eftir því fyrir hverja við erum að vinna. Þeir sem eru hjá okkur eru að fá margfalt meira en það sem við fáum," segir hann. „Seljandinn fær mikla auglýsingu og við erum að kaupa auglýsingar fyrir seljendur víða. Við fáum ákveðna prósentu - þetta er bara samband milli okkar og seljandans og ef það gengur vel þá högnumst við með honum en þetta er fyrst og fremst hagstætt fyrir kaupandann," segir hann að lokum.
Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira