Fjögur og hálft tonn af hamborgurum seldust á 24 tímum Boði Logason skrifar 18. október 2011 10:28 Árni Þór Árnason framkvæmdastjóri Hópkaupa.is Mynd úr einkasafni „Já, ég held að ég verði bara að vera heiðarlegur og segja að þetta fór fram úr okkar björtustu vonum," segir Árni Þór Árnason, framkvæmdastjóri Hópkaupa.is sem seldu yfir 40 þúsund hamborgara frá Metró á vefsíðu sinni í gær. Tilboðið var í gangi í 24 klukkutíma en með því var hægt að kaupa ostborgara á 99 krónur í staðinn fyrir 350 krónur. Það er vægt til orða tekið að tilboðið hafi farið vel í landann því það hreinlega sló í gegn hjá honum því um 12,5 prósent þjóðarinnar nýttu sér tilboðið. Það verða því um 4,6 tonn af hamborgurum sem verða seld á Metró næstu daga og vikunnar. „Þetta er alveg ótrúlegt. Ég held að það hafi aldrei verið seldir svona margir hamborgarar á 24 tímum, þetta er dálítíð magnað. Það var mikið álag á öllum hérna í gær og vefurinn fór á hliðina hjá okkur nokkrum sinnum. Þetta var dálítið mögnuð traffík og ég held að hvaða vefur sem er hefði farið á hliðina við þessar aðstæður," segir Árni Þór. Hann segir að starfsmenn fyrirtækisins hafi ekki búist við svona gífurlegum fjölda. „Ég vann veðmálið hérna á skrifstofunni og ég giskaði á að það seldust yfir 7 þúsund hamborgarar," segir hann sprækur. „Ég held að þetta sé bara viðurkenning á því sem við erum að byggja upp."Hópkaup er nýtt fyrirtæki á markaðnum sem snýst um að veita viðskiptavinum afslátt á ákveðnum vöruflokkum. Tilboðin gilda í ákveðinn tíma og svo prentar viðskiptavinurinn afrit af því tilboði sem hann keypti og fer með í verslunina. Það eru þrjú tilboð í gangi á 24 tíma fresti, tvö á höfuðborgarsvæðinu og eitt á Akureyri. Árni Þór vill ekki fara nánar í það hvað það er sem Hópkaup græðir á því að bjóða upp á svona þjónustu. „Það er rosalega misjafnt eftir því fyrir hverja við erum að vinna. Þeir sem eru hjá okkur eru að fá margfalt meira en það sem við fáum," segir hann. „Seljandinn fær mikla auglýsingu og við erum að kaupa auglýsingar fyrir seljendur víða. Við fáum ákveðna prósentu - þetta er bara samband milli okkar og seljandans og ef það gengur vel þá högnumst við með honum en þetta er fyrst og fremst hagstætt fyrir kaupandann," segir hann að lokum. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Sjá meira
„Já, ég held að ég verði bara að vera heiðarlegur og segja að þetta fór fram úr okkar björtustu vonum," segir Árni Þór Árnason, framkvæmdastjóri Hópkaupa.is sem seldu yfir 40 þúsund hamborgara frá Metró á vefsíðu sinni í gær. Tilboðið var í gangi í 24 klukkutíma en með því var hægt að kaupa ostborgara á 99 krónur í staðinn fyrir 350 krónur. Það er vægt til orða tekið að tilboðið hafi farið vel í landann því það hreinlega sló í gegn hjá honum því um 12,5 prósent þjóðarinnar nýttu sér tilboðið. Það verða því um 4,6 tonn af hamborgurum sem verða seld á Metró næstu daga og vikunnar. „Þetta er alveg ótrúlegt. Ég held að það hafi aldrei verið seldir svona margir hamborgarar á 24 tímum, þetta er dálítíð magnað. Það var mikið álag á öllum hérna í gær og vefurinn fór á hliðina hjá okkur nokkrum sinnum. Þetta var dálítið mögnuð traffík og ég held að hvaða vefur sem er hefði farið á hliðina við þessar aðstæður," segir Árni Þór. Hann segir að starfsmenn fyrirtækisins hafi ekki búist við svona gífurlegum fjölda. „Ég vann veðmálið hérna á skrifstofunni og ég giskaði á að það seldust yfir 7 þúsund hamborgarar," segir hann sprækur. „Ég held að þetta sé bara viðurkenning á því sem við erum að byggja upp."Hópkaup er nýtt fyrirtæki á markaðnum sem snýst um að veita viðskiptavinum afslátt á ákveðnum vöruflokkum. Tilboðin gilda í ákveðinn tíma og svo prentar viðskiptavinurinn afrit af því tilboði sem hann keypti og fer með í verslunina. Það eru þrjú tilboð í gangi á 24 tíma fresti, tvö á höfuðborgarsvæðinu og eitt á Akureyri. Árni Þór vill ekki fara nánar í það hvað það er sem Hópkaup græðir á því að bjóða upp á svona þjónustu. „Það er rosalega misjafnt eftir því fyrir hverja við erum að vinna. Þeir sem eru hjá okkur eru að fá margfalt meira en það sem við fáum," segir hann. „Seljandinn fær mikla auglýsingu og við erum að kaupa auglýsingar fyrir seljendur víða. Við fáum ákveðna prósentu - þetta er bara samband milli okkar og seljandans og ef það gengur vel þá högnumst við með honum en þetta er fyrst og fremst hagstætt fyrir kaupandann," segir hann að lokum.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Sjá meira