Innlent

Verkfall hjá Hafrannsókn hefur staðið í þrjár vikur

Verkfall undirmanna á Hafrannsóknaskipunum hefur nú staðið í þrjár vikur og virðist vera alveg í hnút því nýr fundur hefur ekki verið boðaður.

Skipin eru bundin við bryggjur en þau áttu meðal annars að vera við loðnuleit og gera svonefnda haustmælingu á útbreiðslu ungloðnu, sem er grundvöllur kvótaákvörðunar næsta haust. Þessar mælingar hafa verið gerðar samfellt í 30 ár og þykir bagalegt ef þær nást ekki nú.

Yfirmenn á hafrannsóknaskipunum hafa vísað kjaradeilu sinni til Ríkissáttasemjara, en þeir hafa ekki boðað verkfall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×