Innlent

Lögreglumenn upplifa sig sem mannlega skildi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglumenn stóðu vaktina í morgun.
Lögreglumenn stóðu vaktina í morgun. Mynd/ Daníel.
Lögreglumenn sem stóðu vaktina fyrir framan Alþingi við þingsetningu í dag höfðu ekkert val um það hlutskipti sitt, segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna

„Þeim þykir miður að hafa verið notaðir sem mannlegur skjöldur milli þingheims og þjóðar,“ segir Snorri í tilkynningu. Hann segir að þeir hafi ekki átt neitt val. Snorri segir að fjölmargir lögreglumenn sem voru að störfum á Austurvelli í dag hafi verið í sambandi við Landssamband lögreglumanna til að lýsa þessari afstöðu sinni.

Eins og kunnugt er hafa lögreglumenn verið afar ósáttir við ríkisvaldið eftir að gerðardómur úrskurðaði um kjör þeirra. Úrskurðurinn var langt frá þeim væntingum sem þeir höfðu haft.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×