Innlent

Varðstjóri hjá lögreglunni: Við eigum líka skuldir og heimili

Formaður landssambands lögreglumanna segir það gjörsamlega óþolandi að skikka menn til vinnu og stilla þeim varnarlausum upp gegn mótmælendum.

Lögreglumenn, sem staðið hafa í hörðum deilum vegna kjarasamninga undanfarnar vikur, léku lykilhlutverk í dag til að gæta öryggis þingmanna og stóðu í fremstu víglínu gegn mótmælendum. Það gerðu margir hins vegar tilneyddir.

„Menn voru skikkaðir til vinnu hér í dag og á lögreglumönnum hvíla skyldur að lögrelgulögum. Þeir verða að hlýða yfirmönnum en að stilla þeim upp eins og hér var gert í dag, varnarlausum, er gjörsamlega óþolandi," segir Snorri Magnússon formaður landssamabands lögreglumanna.

„Það var enginn lögreglumaður ángæður að standa hér í dag, við viljum vera meðal fólksins, við eigum í kjarabaráttu líka, við erum fólk eins og þjóðin og við eigum skuldir og heimili og annað sem við þurfum að sjá fyrir líka," segir Þorvaldur Sigmarsson varðstjóri hjá lögreglunni.

„Menn eru að leggja sig hér í hættu eins og þið sjáið og menn ætlast til að fá umbun fyrir það og það sé tekið tillit til þess, þetta er eina sem að ríkisvald hefur, það er lögreglan til að halda uppi lög og rétt," segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×