Dóttir og systir lögreglumanna Sandra Jónasdóttir skrifar 2. október 2011 17:41 Hugurinn reikar mörg ár aftur í tímann þegar ég var lítil stelpa og pabbi starfaði sem lögreglumaður. Minningarnar streyma fram. Ég man eins og það hafi gerst í gær þegar hann var keyrður heim af vinnufélögum sínum, hann skalf svo mikið að mamma þurfti að klæða hann úr fötunum með hjálp þeirra. Þau hjálpuðust svo að við að koma honum ofan í heitt baðið því hendur hans létu ekki að stjórn sökum kulda. Ég varð hrædd en á sama tíma stolt af pabba mínum því hann hafði bjargað manni frá drukknun. Maðurinn hafði ætlað að svipta sig lífi og pabbi minn lagði sig í hættu með því að stinga sér á eftir honum út í sjó. Ég man daginn sem pabbi kom heim eftir nokkurra daga vinnu við að bjarga fólki í Vestmannaeyjagosinu. Ég man þegar við fjölskyldan þurftum að yfirgefa heimili okkar vegna þess að okkur var hótað lífláti, þá vann pabbi í fíkniefnadeildinni. Ég var nýkomin með bílpróf þegar ég sótti litla bróður minn í bíó. Þegar við komum að heimili okkar hafði bíl verið ekið í gegnum garðinn og á húsið okkar. Þarna var veikur einstaklingur að verki, hann var vopnaður hnífi og reyndi að drepa pabba minn. Til allrar hamingju var pabbi stór og sterkur, náði að yfirbuga manneskjuna og slapp með smá skurði. Ég var í heimavistarskóla á þessum tíma og dreymdi lengi á eftir að þessi manneskja myndi elta mig uppi. Á svipuðum tíma fengu foreldrar mínir hótun um að yngri bróður minn yrði drepinn, hann var þá sjö ára. Ég man að mamma þurfti að hætta að vinna því það mátti ekki líta af honum. Ég gekk með mitt fyrsta barn þegar annar veikur einstaklingur bankaði upp á á heimili okkar. Þegar ég kom til dyra var hurðinni þrykkt upp og mátti minnstu muna að ég fengi hurðina í magann en þá var ég gengin með barnið á níunda mánuð. Pabbi hafði reynt að hjálpa þessum einstaklingi og þetta voru fylgikvillarnir. Pabbi hætti að starfa sem lögreglumaður þegar hann varð sextugur (kannski sem betur fer því mér er annt um heilsu hans) og var þá kominn í yfirmannsstöðu. Mánaðarlaun hans verða ekki gefin upp hér en það var bæði hægt að hlæja og gráta yfir þeim. Systir mín útskrifaðist seinna sem lögreglumaður. Ég man þegar við ætluðum að kíkja út á lífið saman fyrst eftir að hún útskrifaðist. Við vorum ekki komnar á dansgólfið þegar dauðadrukkinn einstaklingur vatt sér að henni og hellti yfir hana blótsyrðunum því að hún hafði stöðvað hann fyrir of hraðan akstur. Ég man líka þegar hún þurfti að bíða lengi eftir niðurstöðum úr blóðmælingu því að hún hafði verið bitin af einstaklingi sem var með lifrarbólgu. Það er vafalaust mjög margt gefandi við það að starfa sem lögreglumaður en ég held að við þurfum ekki að efast um það að álagið er mikið hjá þessari stétt og ekki aðeins á lögreglumönnum sjálfum heldur fjölskyldum þeirra líka. Ég lít upp til lögreglumanna og styð þá af fullum hug í baráttu sinni fyrir betri launakjörum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Hugurinn reikar mörg ár aftur í tímann þegar ég var lítil stelpa og pabbi starfaði sem lögreglumaður. Minningarnar streyma fram. Ég man eins og það hafi gerst í gær þegar hann var keyrður heim af vinnufélögum sínum, hann skalf svo mikið að mamma þurfti að klæða hann úr fötunum með hjálp þeirra. Þau hjálpuðust svo að við að koma honum ofan í heitt baðið því hendur hans létu ekki að stjórn sökum kulda. Ég varð hrædd en á sama tíma stolt af pabba mínum því hann hafði bjargað manni frá drukknun. Maðurinn hafði ætlað að svipta sig lífi og pabbi minn lagði sig í hættu með því að stinga sér á eftir honum út í sjó. Ég man daginn sem pabbi kom heim eftir nokkurra daga vinnu við að bjarga fólki í Vestmannaeyjagosinu. Ég man þegar við fjölskyldan þurftum að yfirgefa heimili okkar vegna þess að okkur var hótað lífláti, þá vann pabbi í fíkniefnadeildinni. Ég var nýkomin með bílpróf þegar ég sótti litla bróður minn í bíó. Þegar við komum að heimili okkar hafði bíl verið ekið í gegnum garðinn og á húsið okkar. Þarna var veikur einstaklingur að verki, hann var vopnaður hnífi og reyndi að drepa pabba minn. Til allrar hamingju var pabbi stór og sterkur, náði að yfirbuga manneskjuna og slapp með smá skurði. Ég var í heimavistarskóla á þessum tíma og dreymdi lengi á eftir að þessi manneskja myndi elta mig uppi. Á svipuðum tíma fengu foreldrar mínir hótun um að yngri bróður minn yrði drepinn, hann var þá sjö ára. Ég man að mamma þurfti að hætta að vinna því það mátti ekki líta af honum. Ég gekk með mitt fyrsta barn þegar annar veikur einstaklingur bankaði upp á á heimili okkar. Þegar ég kom til dyra var hurðinni þrykkt upp og mátti minnstu muna að ég fengi hurðina í magann en þá var ég gengin með barnið á níunda mánuð. Pabbi hafði reynt að hjálpa þessum einstaklingi og þetta voru fylgikvillarnir. Pabbi hætti að starfa sem lögreglumaður þegar hann varð sextugur (kannski sem betur fer því mér er annt um heilsu hans) og var þá kominn í yfirmannsstöðu. Mánaðarlaun hans verða ekki gefin upp hér en það var bæði hægt að hlæja og gráta yfir þeim. Systir mín útskrifaðist seinna sem lögreglumaður. Ég man þegar við ætluðum að kíkja út á lífið saman fyrst eftir að hún útskrifaðist. Við vorum ekki komnar á dansgólfið þegar dauðadrukkinn einstaklingur vatt sér að henni og hellti yfir hana blótsyrðunum því að hún hafði stöðvað hann fyrir of hraðan akstur. Ég man líka þegar hún þurfti að bíða lengi eftir niðurstöðum úr blóðmælingu því að hún hafði verið bitin af einstaklingi sem var með lifrarbólgu. Það er vafalaust mjög margt gefandi við það að starfa sem lögreglumaður en ég held að við þurfum ekki að efast um það að álagið er mikið hjá þessari stétt og ekki aðeins á lögreglumönnum sjálfum heldur fjölskyldum þeirra líka. Ég lít upp til lögreglumanna og styð þá af fullum hug í baráttu sinni fyrir betri launakjörum.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun