Kjósum fólk, ekki flokka Óðinn Spencer skrifar 4. október 2011 14:24 Er flokkakerfið komið að fótum fram? Það held ég. Flokkar geta vissulega unnið kosningar, myndað stjórn, og komið "málum í gegn" en að öðru leyti virðast þeir afdönkuð fyrirbæri. Líkt og með trúna á jólasveininn þurfa menn að vaxa upp úr trúnni á flokkakerfið. Við vitum öll hvernig flokkapólitíkin virkar. Mikill tími, orka og fjármunir vel meinandi fólks fara í lands- og flokksfundi árið um kring og í dæmigerða smölun atkvæða rétt fyrir kosningar. Auglýsingastofur aðstoða við hönnun stefnumála. Forystumenn mæta í sjónvarpssal öðru hverju og rífast eins og hundar og kettir, skipta um lit og skammtímalausnir eins og hendi sé veifað. Flókin og alvarleg málefni eru rædd með yfirborðskenndum slagorðum sem "selja". Með loforðaflaumnum er komið fram við kjósendur eins og jórtrandi sauðahjörð. Umræður á Alþingi, með stofnanavæddri stjórn og stjórnarandstöðu, eru einstaklega tímafrekar og sjálfhverfar, þar sem málefni eru reifuð í anda karpsins og flokkslínunnar fremur en samstarfsvilja og tilhlýðilegrar auðmýktar. Samt liggur í augum uppi að ákvarðanir eru ekki teknar í sýndarveruleika sjónvarpssals eða á leiksviði Alþingis. Þær eru teknar á bak við tjöldin, með tilheyrandi hrossakaupum. Og um langa hríð hafa flokkar gert sér far um að vingast við þá þjóðfélagshópa sem hafa efni á að styðja flokkana fjárhagslega og í kosningabarráttu þeirra. Flokksafbrigði nepótismans eru aldrei langt undan. Kjósendur þreytast á þessu, sjá oft lítinn mun á þessum flokksfyrirbærum og segja sama rassinn undir þeim öllum. Og flokkspólitíkusarnir þreytast sjálfir - nú síðast kvaðst einn vera "þreyttur á að verja eitthvað sem ég hafði ekki sannfæringu fyrir". Og sagði sig úr flokknum sínum. Afleiðingarnar af þessari meingölluðu pólitísku menningu flokkakerfisins hafa lengi verið þekktar. Árið 1796 reit George Washington um stjórnmálaflokka: "Hlutverk þeirra er að skipuleggja og standa vörð um hagsmuni flokksins, færa þá í búning og miðla þeim gríðarlegu afli; í staðinn fyrir vilja þjóðarinnar kemur vilji flokksins, sem oft er lítill en kænn og framtakssamur minnihluti í samfélaginu." Hvað hefur flokkakerfið með lýðræði að gera? Er flokkakerfið ekki í raun skrumskæling á lýðræðinu? Stuðlar það ekki einfaldlega að gervilýðræði, sem byggir á þeim sömu markaðslögmálum frjálshyggjunnar sem settu Ísland á hausinn hér um árið? Starfa flokkar ekki í raun á frjálsum samkeppnismarkaði þar sem hver þeirra hugsar fyrst og fremst um sjálfan sig og setur sína eigin pólitísku hagsmuni ofar öllu öðru? Eru ákvarðanir ekki teknar með "ósýnilegri hönd" kapítalismans sem beitir sér á dularfullan hátt í hrærigraut flokka, fjölmiðla, hagsmunagæsluhópa og auðugra einstaklinga? Nýtt Ísland þarf að losa sig við þetta gervilýðræði. Persónukjörið til stjórnlagaráðs var merkilegt einmitt fyrir þær sakir að þar fékk hæfileikaríkt fólk að vinna saman utan flokkagrautsins og fylgikvilla hans. Algjörlega óháð því hvort drög þeirra að nýrri stjórnarskrá hafi verið gallalaus eða ekki, er sú samheldni og samvinna sem einkenndi vinnubrögð stjórnlagaráðs forsmekkur að pólitískri menningu sem gæti stuðlað að mun öflugra lýðræði í landinu en hægt er með gjaldþrota flokkakerfi. Þjóðfundurinn lagði áherslu á að þingmenn vinni að þjóðarhag, hætti að karpa, starfi betur saman, og hafi hagsmuni þjóðarinnar ætíð í huga við afgreiðslu mála. Flokkakerfið er ekki svarið við þessari málaleitan. Þessum mikilvægu markmiðum yrði betur náð án stjórnmálaflokka. Ísland er lítið land þar sem boðleiðir eru stuttar og tilraunir til að skapa nýja og betri pólitíska menningu eru raunhæfari en annars staðar. Göngum lengra en aðrar þjóðir og kjósum fólk, ekki flokka. Höfundur er nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Er flokkakerfið komið að fótum fram? Það held ég. Flokkar geta vissulega unnið kosningar, myndað stjórn, og komið "málum í gegn" en að öðru leyti virðast þeir afdönkuð fyrirbæri. Líkt og með trúna á jólasveininn þurfa menn að vaxa upp úr trúnni á flokkakerfið. Við vitum öll hvernig flokkapólitíkin virkar. Mikill tími, orka og fjármunir vel meinandi fólks fara í lands- og flokksfundi árið um kring og í dæmigerða smölun atkvæða rétt fyrir kosningar. Auglýsingastofur aðstoða við hönnun stefnumála. Forystumenn mæta í sjónvarpssal öðru hverju og rífast eins og hundar og kettir, skipta um lit og skammtímalausnir eins og hendi sé veifað. Flókin og alvarleg málefni eru rædd með yfirborðskenndum slagorðum sem "selja". Með loforðaflaumnum er komið fram við kjósendur eins og jórtrandi sauðahjörð. Umræður á Alþingi, með stofnanavæddri stjórn og stjórnarandstöðu, eru einstaklega tímafrekar og sjálfhverfar, þar sem málefni eru reifuð í anda karpsins og flokkslínunnar fremur en samstarfsvilja og tilhlýðilegrar auðmýktar. Samt liggur í augum uppi að ákvarðanir eru ekki teknar í sýndarveruleika sjónvarpssals eða á leiksviði Alþingis. Þær eru teknar á bak við tjöldin, með tilheyrandi hrossakaupum. Og um langa hríð hafa flokkar gert sér far um að vingast við þá þjóðfélagshópa sem hafa efni á að styðja flokkana fjárhagslega og í kosningabarráttu þeirra. Flokksafbrigði nepótismans eru aldrei langt undan. Kjósendur þreytast á þessu, sjá oft lítinn mun á þessum flokksfyrirbærum og segja sama rassinn undir þeim öllum. Og flokkspólitíkusarnir þreytast sjálfir - nú síðast kvaðst einn vera "þreyttur á að verja eitthvað sem ég hafði ekki sannfæringu fyrir". Og sagði sig úr flokknum sínum. Afleiðingarnar af þessari meingölluðu pólitísku menningu flokkakerfisins hafa lengi verið þekktar. Árið 1796 reit George Washington um stjórnmálaflokka: "Hlutverk þeirra er að skipuleggja og standa vörð um hagsmuni flokksins, færa þá í búning og miðla þeim gríðarlegu afli; í staðinn fyrir vilja þjóðarinnar kemur vilji flokksins, sem oft er lítill en kænn og framtakssamur minnihluti í samfélaginu." Hvað hefur flokkakerfið með lýðræði að gera? Er flokkakerfið ekki í raun skrumskæling á lýðræðinu? Stuðlar það ekki einfaldlega að gervilýðræði, sem byggir á þeim sömu markaðslögmálum frjálshyggjunnar sem settu Ísland á hausinn hér um árið? Starfa flokkar ekki í raun á frjálsum samkeppnismarkaði þar sem hver þeirra hugsar fyrst og fremst um sjálfan sig og setur sína eigin pólitísku hagsmuni ofar öllu öðru? Eru ákvarðanir ekki teknar með "ósýnilegri hönd" kapítalismans sem beitir sér á dularfullan hátt í hrærigraut flokka, fjölmiðla, hagsmunagæsluhópa og auðugra einstaklinga? Nýtt Ísland þarf að losa sig við þetta gervilýðræði. Persónukjörið til stjórnlagaráðs var merkilegt einmitt fyrir þær sakir að þar fékk hæfileikaríkt fólk að vinna saman utan flokkagrautsins og fylgikvilla hans. Algjörlega óháð því hvort drög þeirra að nýrri stjórnarskrá hafi verið gallalaus eða ekki, er sú samheldni og samvinna sem einkenndi vinnubrögð stjórnlagaráðs forsmekkur að pólitískri menningu sem gæti stuðlað að mun öflugra lýðræði í landinu en hægt er með gjaldþrota flokkakerfi. Þjóðfundurinn lagði áherslu á að þingmenn vinni að þjóðarhag, hætti að karpa, starfi betur saman, og hafi hagsmuni þjóðarinnar ætíð í huga við afgreiðslu mála. Flokkakerfið er ekki svarið við þessari málaleitan. Þessum mikilvægu markmiðum yrði betur náð án stjórnmálaflokka. Ísland er lítið land þar sem boðleiðir eru stuttar og tilraunir til að skapa nýja og betri pólitíska menningu eru raunhæfari en annars staðar. Göngum lengra en aðrar þjóðir og kjósum fólk, ekki flokka. Höfundur er nemi.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun