Innlent

Dæmdur fyrir að gefa upp vitlaust nafn

Héraðsdómur Reykjaness
Héraðsdómur Reykjaness
Karlmaður á fertugsaldri var í dag dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi meðal annars fyrir að hafa gefið upp rangt nafn þegar hann var stöðvaður af lögreglu vegna hraðaksturs. Þá var hann einnig dæmdur fyrir brot á umferðarlögum. Maðurinn játaði brot sín en hann hefur ítrekað verið dæmdur fyrir brot á umferðarlögum síðustu ár. Frá því hann var 18 ára hefur hann verið dæmdur níu sinnum fyrir að aka án ökuréttinda og fimm sinnum fyrir ölvunarakstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×