Innlent

Háskóli Íslands í hópi 300 bestu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Háskóli Íslands er kominn í hóp 300 bestu háskóla í heiminum að mati Times Higher Education Supplement, sem er annar af tveimur helstu matslistum á þessu sviði.  Í heiminum eru nú rúmlega 17 þúsund háskólar.  Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, segir þetta mat mikil gleðitíðindi fyrir Háskóla Íslands á hundraðasta afmælisári hans.    

„Það er í raun ótrúlegt að 330 þúsund manna samfélag hafi byggt upp vísinda- og menntastofnun sem nær þessum árangri.  Hin alþjóðlega samkeppni er geysihörð.  Við hjá Háskólanum erum að vinna eftir mjög metnaðarfullri stefnu um að koma skólanum í fremstu röð, þannig að hann geti sem best þjónað íslensku samfélagi.  Vísindastarfi hefur fleygt fram á undanförnum árum, bæði að magni og gæðum. Tilvitnunum vísindamanna annars staðar í heiminum í verk vísindamanna við Háskóla Íslands hefur fjölgað um meira en 100% á 5 árum," segir Kristín.      






Fleiri fréttir

Sjá meira


×