Innlent

VG á Álftanesi vill kanna möguleika á sameiningu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rætt er um að sameina Álftanes öðru sveitarfélagi.
Rætt er um að sameina Álftanes öðru sveitarfélagi. Mynd/ Vilhelm.
Vinstri grænir á Álftanesi vilja að mögulegir sameiningarkostir sveitafélagsins verði kannaðir í fullu samráði við íbúa Álftaness. Þetta kemur í ályktun aðalfundar félagsins, sem haldinn var í kvöld. 

Félagið leggur áherslu á að rætt verði við sveitarfélög sem fullan áhuga hafi á sameiningu við Álftnesinga. Ljóst er að Garðabær er ekki þar á meðal og sameiningarviðræður við hann því illskiljanlegar. Félagið vill að sameiningarkostir verði kynntir íbúum og í kjölfarið leitað álits þeirra. Hagsmuna íbúa Álftaness skal gætt í hvívetna, uppbygging þjónustu tryggð samkvæmt núverandi aðalskipulagi og viðbótarálögur felldar niður.

Í ályktuninni er skýrt tekið fram að í viðræðum þurfi að koma fram skýr framtíðarsýn sem tryggi vernd umhverfis og viðkvæmrar náttúru Álftaness.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×