Innlent

Fimmtán mánaða fangelsi fyrir alsælusmygl

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tuttugu og fimm ára gömul kona, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, dæmd í fimmtán mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði óskilorðsbundna, fyrir að hafa flutt inn tæp 145 grömm af alsæludufti þann 25. janúar síðastliðinn. Mögulegt hefði verið að framleiða 1845 alsælutöflur með efninu.

Efnin voru flutt frá Kaupmannahöfn, falin í líkama konunnar, en hún var handtekin við komu til Keflavíkurflugvallar. Dómari segir að grunur hafi leikið á að konan hafi verið burðardýr. Ekkert sé þó vitað um það hverjir aðrir gætu hafa staðið að innflutningnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×