Innlent

Fóru um borð í flutningaskip og fundu fullan skipstjóra steinsofandi

Sjóliðar úr dönsku strandgæslunni réðust í gær um borð í flutningaskip undan Jótlandsströndum, eftir ítrekaðar og árangurslausar tilraunir til að ná sambandi við skipstjórnarmenn.

Kom þá í ljós að norskur skipstjórinn, sem átti að vera á stýrisvaktinni, svaf djúpum áfengissvefni í koju sinni og engin annar var í brúnni.

Þá tafðist brottför þotu frá skandinavíska flugfélaginu SAS í sex klukkustundir á Lundúnaflugvelli fyrr í vikunni, þar sem flugstjórinn neitaði að fljúga með drukknum aðstoðarflugmanni. Ódrukkinn norskur flugmaður var sendur í skyndi til London,  til að taka sæti aðstoðarflugmannsins, sem hefur verið rekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×