Erlent

Dæmdur á skilorð fyrir að hóta Piu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Pilturinn skrifaði hótanir á Facebook í garð Piu Kjærsgaard.
Pilturinn skrifaði hótanir á Facebook í garð Piu Kjærsgaard. Mynd/ AFP.
Fimmtán ára gamall piltur var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi í Danmörku í dag fyrir að birta hótanir, í garð Pia Kjærsgard formanns Danska Þjóðaflokksins, á Facebook.

Samkvæmt frásögn danska blaðsins Politiken skrifaði pilturinn „Fuck Pia K. Þú skalt deyja, tíkin þín" á fésbókarvegg. Fulltrúar Danska Þjóðarflokksins kærði skrifin til lögreglunnar og endaði sú kæra með dómi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×