Erlent

Sprengja sprakk í Pakistan

mynd úr safni
Fimm manns fórust og þréttán slösuðust þegar að sprengja sprakk í vegarkanti á þjóðvegi nálægt þorpinu Bajur í norðvesturhluta Pakistan í morgun. Talíbanar í landinu höfðu aðsetur í bænum þar til pakistanski herinn bolaði þeim burt árið 2008. Síðan þá hefur herinn sagt að uppreisnarmennirnir séu á bak og burt en þrátt fyrir það halda hryðjuverk áfram á svæðinu í kringum þorpið. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á sprengjunni í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×