Erlent

Fjaðrafok í fjármálaheiminum: Hlutabréf hríðfallið um allan heim

Það er erfitt að vinna í fjármálaheiminum í dag.
Það er erfitt að vinna í fjármálaheiminum í dag.
Hlutabréf hafa hríðfallið í dag en Dow Jones vísitalan hefur lækkað um tvö og hálft prósent og FTSE 100 vísitalan hefur fallið um meira en fimm prósent síðan fjármálamarkaðir opnuðu í dag.

Þessa skörpu niðursveiflu má útskýra meðal annars með lítilli trú fjármálamarkaða á viðbrögðum Seðlabanka Bandaríkjanna við kreppunni og finnst að auki bankinn ekki bregðast nægilega við ástandinu sem þar er að skapast.

Mikið fjaðrafok hefur verið í kringum markaðina í dag eftir að hlutabréf á asískum fjármálamörkuðum fóru að falla, en sú niðursveifla barst svo til Evrópu og Bandaríkjanna í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×