Erlent

Sutherland og Glover leiða saman hesta sína

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kiefer Sutherland sló rækilega gegn í 24 sjónvarpsþáttunum.
Kiefer Sutherland sló rækilega gegn í 24 sjónvarpsþáttunum. Mynd/ Getty.
Stórleikarinn Kiefer Sutherland mun bráðlega sjást á ný í sjónvarpi, í þáttum sem hafa fengið nafnið Touch. Eins og mörgum er kunnugt um sló Kiefer Sutherland rækilega í gegn í þáttunum 24 eftir að leikaraferill hans hafði verið í lægð um nokkra ára skeið. Lítið hefur spurst til leikarans frá því að sýningu á 24 lauk í fyrra. Allt þangað til að Fox sjónvarpsstöðin tilkynnti í gær að von væri á Touch í sýningu á sjónvarpsstöðinni.

Touch sjónvarpþættirnir munu fjalla um föður sem á ellefu ára gamlan son, sem er mállaus. Hann hefur hins vegar þann einstaka hæfileika að geta séð fyrir atburði sem gerast í framtíðinni. Sutherland leikur pabba stráksins. Á meðal annarra leikara í þáttunum er Danny Glover en hann er þekktastur fyrir að hafa leikið í Leathel Weapon myndunum á móti Mel Gibson.

Sutherland segir í tilkynningu sem ameriskir fjölmiðlar birtu í dag að sagan í Touch þáttunum væri einstök. Það væri einfaldlega það sem væri mest freistandi við það að vinna við þættina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×