Erlent

Kvíðalyf hugsanlega dánarorsökin

Amy Winehouse.
Amy Winehouse.
Faðir söngkonunnar Amy Winehouse sagði í gær að kvíðalyf hefðu greinst í blóði hennar þegar hún lést en krufning hefur leitt í ljós að söngkonan, sem lést skyndilega aðeins 27 ára í sumar, hafi ekki látist úr ofneyslu fíkniefna, eins og margir bjuggust við.

Líkur eru leiddar að því að hún hafi látist af völdum kvíðalyfsins, en eitthvert áfengismagn mældist einnig í líkama söngkonunnar.

Amy fannst látin á heimili sínu þann 23. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×