Erlent

Mikil flóð á Indlandi

Mynd/AP
Rúmlega milljón manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í indverska ríkinu Orissa og að minnsta kosti sextán hafa látið lífið í miklum vatnavöxtum á svæðinu. Tæpelga þrjú þúsund þorp hafa horfið undir vatnsflauminn en nú er rigningartímabilið í hámarki. Björgunarsveitir hafa þurft að koma sextíu þúsund manns til hjálpar síðustu daga en samgöngur á svæðinu eru í lamasessi þar sem vegir og brýr hafa skolast á brott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×