Erlent

Yfirvöld fullyrða að enginn leki hafi orðið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sprengingin varð fyrir hádegi.
Sprengingin varð fyrir hádegi. Mynd/ AFP.
Yfirvöld í Frakklandi fullyrða að engin geislavirk efni hafi lekið út þegar sprenging varð í Marcoule kjarnorkuverinu í suðurhluta Frakklands í morgun. Einn maður fórst í sprengingunni og þrír særðust. Samkvæmt frásögn BBC framleiðir verksmiðjan MOX eldsneyti sem notað er til að endurvinna plutonium úr kjarnorkuvopnum en þar eru ekki kjarnaofnar. Sprengingin varð klukkan korter í tíu að íslenskum tíma. Yfirvöld í Frakklandi fylgjast með gangi mála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×