Þingmenn takast enn á um aðlögun 13. september 2011 07:25 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Stjórnarandstæðingar telja að Evrópusambandið sé að krefjast aðlögunar íslensks stjórnkerfis að kerfi sambandsins, með skýrslu sinni um landbúnaðarmál. Tekist var á um hvað skýrslan þýddi og hvort aðlögunarferlis væri krafist fyrir mögulega samþykkt í þjóðaratkvæði eða ekki. Utandagskrárumræða var um málið á þingi í gær og var Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, málshefjandi. Hann sagði skýrslu ESB, sem lögð var fram í síðustu viku, sýna að sambandið teldi Íslendinga ekki nægilega vel undir viðræður búna, þar sem ekki væri skýrt kveðið á um hvernig aðlaga ætti íslenskt stjórnkerfi að því evrópska. Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sagði stærstu tíðindi umræddrar skýrslu vera þau að ESB setti Íslendingum opnunarskilyrði sem uppfylla þyrfti áður en samningar um landbúnað og dreifbýlisþróun hæfust. "Það er ekki að sjá að Evrópusambandið muni taka tillit til hugsanlegra krafna Íslands um styrkjakerfi sem hentar okkur betur en kerfi Evrópusambandsins." Jón taldi ýmislegt óskýrt í skýrslu ESB og hann mundi krefja sambandið skýringa á því hve ítarleg áætlun Íslands þyrfti að vera áður en til viðræðna kæmi. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði ljóst að kröfurnar væru ekki mjög skýrar. Skýringin á því væri að ESB setti það nánast í hendur Íslendinga sjálfra með hvaða hætti áætlunin yrði tímasett. Össur fullyrti, sem og fleiri stjórnarliðar, að kröfurnar væru í fyllsta samræmi við skilyrði Íslendinga fyrir viðræðunum. Krafan snerist ekki um kröfu um aðlögun áður en samningur yrði borinn undir þjóðina; þvert á móti væri verið að ræða um hvernig ætti að laga íslenskt stjórnkerfi að kerfi ESB ef og þegar þjóðin hefði samþykkt samning í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði það liggja fyrir að ef land sækti um aðild að sambandinu yrði það að undirgangast reglur þess. Hann spurði Jón Bjarnason að því hvort hann gerði sama greinarmun og Össur á því að Íslendingar þyrftu að hafa starfsfólk á hliðarlínunni sem hlaupa mundi inn í tómar byggingar yrði aðild samþykkt. Jón svaraði því ekki beinum hætti, en sagðist reiðubúinn til að fara til Brussel ef með þyrfti til að fá skýringar á skýrslu ESB. Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Stjórnarandstæðingar telja að Evrópusambandið sé að krefjast aðlögunar íslensks stjórnkerfis að kerfi sambandsins, með skýrslu sinni um landbúnaðarmál. Tekist var á um hvað skýrslan þýddi og hvort aðlögunarferlis væri krafist fyrir mögulega samþykkt í þjóðaratkvæði eða ekki. Utandagskrárumræða var um málið á þingi í gær og var Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, málshefjandi. Hann sagði skýrslu ESB, sem lögð var fram í síðustu viku, sýna að sambandið teldi Íslendinga ekki nægilega vel undir viðræður búna, þar sem ekki væri skýrt kveðið á um hvernig aðlaga ætti íslenskt stjórnkerfi að því evrópska. Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sagði stærstu tíðindi umræddrar skýrslu vera þau að ESB setti Íslendingum opnunarskilyrði sem uppfylla þyrfti áður en samningar um landbúnað og dreifbýlisþróun hæfust. "Það er ekki að sjá að Evrópusambandið muni taka tillit til hugsanlegra krafna Íslands um styrkjakerfi sem hentar okkur betur en kerfi Evrópusambandsins." Jón taldi ýmislegt óskýrt í skýrslu ESB og hann mundi krefja sambandið skýringa á því hve ítarleg áætlun Íslands þyrfti að vera áður en til viðræðna kæmi. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði ljóst að kröfurnar væru ekki mjög skýrar. Skýringin á því væri að ESB setti það nánast í hendur Íslendinga sjálfra með hvaða hætti áætlunin yrði tímasett. Össur fullyrti, sem og fleiri stjórnarliðar, að kröfurnar væru í fyllsta samræmi við skilyrði Íslendinga fyrir viðræðunum. Krafan snerist ekki um kröfu um aðlögun áður en samningur yrði borinn undir þjóðina; þvert á móti væri verið að ræða um hvernig ætti að laga íslenskt stjórnkerfi að kerfi ESB ef og þegar þjóðin hefði samþykkt samning í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði það liggja fyrir að ef land sækti um aðild að sambandinu yrði það að undirgangast reglur þess. Hann spurði Jón Bjarnason að því hvort hann gerði sama greinarmun og Össur á því að Íslendingar þyrftu að hafa starfsfólk á hliðarlínunni sem hlaupa mundi inn í tómar byggingar yrði aðild samþykkt. Jón svaraði því ekki beinum hætti, en sagðist reiðubúinn til að fara til Brussel ef með þyrfti til að fá skýringar á skýrslu ESB.
Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels