Aron vinsælasta nafnið Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. september 2011 09:04 Flestum börnum er gefið tvö nöfn. Mynd/ Getty. Aron var vinsælasta eiginnafn nýfæddra drengja í fyrra en Emilía vinsælasta stúlkunafnið. Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofunnar tók Emilía við af Önnu sem féll niður í 4.-6. sæti, en Aron tók við af Alexander sem nú situr í 6.-9. sæti. Flestum nýfæddum börnum var gefið fleiri en eitt nafn í fyrra. Þór var langvinsælasta millinafnið hjá drengjum, en þar á eftir Freyr og Logi. María var vinsælasta millinafnið hjá stúlkum ásamt Ósk. Þessi nöfn hafa vermt fyrsta og annað sætið undanfarin ár. Á eftir þeim kom stúlkunafnið Rós sem þriðja vinsælasta millinafn nýfæddra stúlkna. Þegar litið er á allan mannfjöldann nú í ársbyrjun eru 10 vinsælustu einnefnin og fyrstu eiginnöfnin alveg þau sömu og árið 2006. Hjá körlum er Jón vinsælasta nafnið, þá Sigurður og svo Guðmundur. 10 algengustu nöfnin hafa verið þau sömu frá 2006 nema hvað Kristján er nú í 7. sæti í stað Magnúsar. Af kvenmannsnöfnum er Guðrún vinsælast, þá Anna og svo Sigríður. Flestir landsmenn bera fleiri en eitt nafn. Í fyrra voru þrjár vinsælustu samsetningarnar hjá körlum Jón Þór, Gunnar Þór og Jón Ingi. Þetta voru einnig algengustu tvínefnin árið 2006. Hjá konum voru þrjár vinsælustu samsetningarnar Anna María, Anna Margrét og Anna Kristín. Þetta voru líka algengustu tvínefnin árið 2006. Kvenmannsnafnið Anna er hins vegar afar vinsælt sem fyrra nafn , en hún reyndist fyrra nafnið í sex af 10 algengustu tvínefnunum.Flest börn fæðast að sumri Afmælisdagar á Íslandi dreifast ekki jafnt yfir árið. Algengast er að börn fæðist að sumri og á hausti. Fæstir eiga afmæli á vetrarmánuðum, frá október og fram í mars. Í upphafi árs gátu flestir átt von á því að halda upp á afmælisdaginn 27. september næstkomandi, alls 989 einstaklingar. Fæstir áttu afmælisdag á jóladag, 657, og næstfæstir á gamlársdag, 702. Annar í jólum og aðfangadagur eru einnig sjaldgæfir afmælisdagar. Alls eru 207 einstaklingar án afmælisdags, en þeir halda upp á hann fjórða hvert ár hinn 29. febrúar, þegar hlaupár er. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Aron var vinsælasta eiginnafn nýfæddra drengja í fyrra en Emilía vinsælasta stúlkunafnið. Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofunnar tók Emilía við af Önnu sem féll niður í 4.-6. sæti, en Aron tók við af Alexander sem nú situr í 6.-9. sæti. Flestum nýfæddum börnum var gefið fleiri en eitt nafn í fyrra. Þór var langvinsælasta millinafnið hjá drengjum, en þar á eftir Freyr og Logi. María var vinsælasta millinafnið hjá stúlkum ásamt Ósk. Þessi nöfn hafa vermt fyrsta og annað sætið undanfarin ár. Á eftir þeim kom stúlkunafnið Rós sem þriðja vinsælasta millinafn nýfæddra stúlkna. Þegar litið er á allan mannfjöldann nú í ársbyrjun eru 10 vinsælustu einnefnin og fyrstu eiginnöfnin alveg þau sömu og árið 2006. Hjá körlum er Jón vinsælasta nafnið, þá Sigurður og svo Guðmundur. 10 algengustu nöfnin hafa verið þau sömu frá 2006 nema hvað Kristján er nú í 7. sæti í stað Magnúsar. Af kvenmannsnöfnum er Guðrún vinsælast, þá Anna og svo Sigríður. Flestir landsmenn bera fleiri en eitt nafn. Í fyrra voru þrjár vinsælustu samsetningarnar hjá körlum Jón Þór, Gunnar Þór og Jón Ingi. Þetta voru einnig algengustu tvínefnin árið 2006. Hjá konum voru þrjár vinsælustu samsetningarnar Anna María, Anna Margrét og Anna Kristín. Þetta voru líka algengustu tvínefnin árið 2006. Kvenmannsnafnið Anna er hins vegar afar vinsælt sem fyrra nafn , en hún reyndist fyrra nafnið í sex af 10 algengustu tvínefnunum.Flest börn fæðast að sumri Afmælisdagar á Íslandi dreifast ekki jafnt yfir árið. Algengast er að börn fæðist að sumri og á hausti. Fæstir eiga afmæli á vetrarmánuðum, frá október og fram í mars. Í upphafi árs gátu flestir átt von á því að halda upp á afmælisdaginn 27. september næstkomandi, alls 989 einstaklingar. Fæstir áttu afmælisdag á jóladag, 657, og næstfæstir á gamlársdag, 702. Annar í jólum og aðfangadagur eru einnig sjaldgæfir afmælisdagar. Alls eru 207 einstaklingar án afmælisdags, en þeir halda upp á hann fjórða hvert ár hinn 29. febrúar, þegar hlaupár er.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira