Erlent

Íslendingar í Kabúl heilir á húfi

Mynd/AP
Ekkert amar að fjórum íslenskum friðargæsluliðum sem eru við störf í Kabúl í Afganistan. Talibanar hafi í dag gert árásir á höfuðstöðvar fjölþjóðaliðs Nato í borginni á sendiráð Bandaríkjamanna og á lögreglumenn við flugvöll borgarinnar. Tveir Íslendingar hafa starfað á vegum friðargæslunnar í höfuðstöðvum alþjóðaliðsins og tveir hafa verið staðsettir á flugvellinum.

Urður Gunnarsdóttir upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins segir að samband hafi verið haft við mennina og að ekkert ami að þeim. „Það er búið að tala við alla,“ segir Urður.

Reuters fréttastofan segir að einn sé látinn í árásunum hið minnsta og sextán sárir. Svo virðist sem nokkrir árásarmenn hafi komið sér fyrir í hahýsi nálægt sendiráðinu og höfuðstöðvum Nato þaðan sem þeir skjóta úr byssum sínum. Þá hafa sjálfsmorðssprengjumenn látið til skarar skríða við flugvöllinn og við höfuðstöðvar Nato.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×