Forsetinn keypti hús í næsta nágrenni við Jón Baldvin Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. september 2011 14:53 Einn stærsti áfangi ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar, Jóns Baldvins og Ólafs Ragnars náðist þegar svokallaðir þjóðarsáttasamningar voru gerðir. Þessi mynd var tekin við það tilefni. Þrátt fyrir að hafa eldað grátt silfur saman um árabil gæti farið svo að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, yrðu nágrannar á næstunni. Í það minnsta fullyrðir fréttavefurinn Pressan að forsetahjónin hafi keypt sér hús að Reykjamel 11 á dögunum. Húsið er í nágrenni við heimili Jóns Baldvins. Jón Baldvin segir að séu fréttirnar réttar þá lítist honum ágætlega á. „Ef að þetta staðfestir að hann sé tilbúinn til að hætta sem forseti, að þá er ýmislegt á sig leggjandi fyrir það," segir Jón Baldvin. „Mér verður nú fyrst hugsað til þess að við höfum báðir orðið að búa í sama sveitarfélagi áður. Því að teljumst báðir vera Ísfirðingar. Hann er nú einhverjum árum yngri en ég og hann var nú svo mikil pjattrófa þegar hann var yngri að ég man nú lítið eftir honum," segir Jón Baldvin og bætir því við að Ólafur Ragnar sé velkominn í sveitina. Jón Baldvin og Bryndís, eiginkona hans, hafa búið í Mosfellsbæ síðan 2006. Þá komu þau heim frá Finnlandi, þar sem Jón var sendiherra. Jón Baldvin segist kunna því vel að búa í Mosfellsbæ. „Þetta er nærri því eins og að búa í Finnlandi, þú ert í skógarrjóðri og það er skjósælt," segir Jón Baldvin. Það vanti þó sjávarniðinn. „Og svo hefur það nú verið umkvörtunarefni hjá mér að það væri allt of mikið af íhaldsfólki svona í kring. En það myndi nú lagast eitthvað ef Ólafur Ragnar kæmi," segir Jón Baldvin. Jón Baldvin segist hafa átt ágætis samskipti við Ólaf Ragnar í gegnum tíðina. „Ég held að við eigum eitt sameiginlegt. Það er að geta greint á um grundvallarsjónarmið án þess að leggja fæð á persónur," segir Jón Baldvin og bætir því við að hann rámi til þess að þeir hafi setið saman í ríkisstjórn með bærilegum árangri í þrjú ár. „Sú ríkisstjórn reyndist vel. Hún var ágæt," segir Jón Baldvin. Hann segir að lokum að hann hafi eitt sinn sagt að umrædd ríkisstjórn hefði verið best mannaða ríkisstjórn lýðveldistímans ásamt fyrri viðreisnarstjórninni. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa eldað grátt silfur saman um árabil gæti farið svo að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, yrðu nágrannar á næstunni. Í það minnsta fullyrðir fréttavefurinn Pressan að forsetahjónin hafi keypt sér hús að Reykjamel 11 á dögunum. Húsið er í nágrenni við heimili Jóns Baldvins. Jón Baldvin segir að séu fréttirnar réttar þá lítist honum ágætlega á. „Ef að þetta staðfestir að hann sé tilbúinn til að hætta sem forseti, að þá er ýmislegt á sig leggjandi fyrir það," segir Jón Baldvin. „Mér verður nú fyrst hugsað til þess að við höfum báðir orðið að búa í sama sveitarfélagi áður. Því að teljumst báðir vera Ísfirðingar. Hann er nú einhverjum árum yngri en ég og hann var nú svo mikil pjattrófa þegar hann var yngri að ég man nú lítið eftir honum," segir Jón Baldvin og bætir því við að Ólafur Ragnar sé velkominn í sveitina. Jón Baldvin og Bryndís, eiginkona hans, hafa búið í Mosfellsbæ síðan 2006. Þá komu þau heim frá Finnlandi, þar sem Jón var sendiherra. Jón Baldvin segist kunna því vel að búa í Mosfellsbæ. „Þetta er nærri því eins og að búa í Finnlandi, þú ert í skógarrjóðri og það er skjósælt," segir Jón Baldvin. Það vanti þó sjávarniðinn. „Og svo hefur það nú verið umkvörtunarefni hjá mér að það væri allt of mikið af íhaldsfólki svona í kring. En það myndi nú lagast eitthvað ef Ólafur Ragnar kæmi," segir Jón Baldvin. Jón Baldvin segist hafa átt ágætis samskipti við Ólaf Ragnar í gegnum tíðina. „Ég held að við eigum eitt sameiginlegt. Það er að geta greint á um grundvallarsjónarmið án þess að leggja fæð á persónur," segir Jón Baldvin og bætir því við að hann rámi til þess að þeir hafi setið saman í ríkisstjórn með bærilegum árangri í þrjú ár. „Sú ríkisstjórn reyndist vel. Hún var ágæt," segir Jón Baldvin. Hann segir að lokum að hann hafi eitt sinn sagt að umrædd ríkisstjórn hefði verið best mannaða ríkisstjórn lýðveldistímans ásamt fyrri viðreisnarstjórninni.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira