Innlent

Kofi Annan kemur til Íslands

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er væntanlegur til Íslands.
Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er væntanlegur til Íslands.
Kofi Annan, fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna og friðarverðlaunahafi Nóbels, verður aðalfyrirlesari á hátíðarmálþingi Háskóla Íslands í tilefni aldarafmælis skólans þann 7. október næstkomandi. Máþingið ber yfirskriftina „Áskoranir 21. aldar".

Eins og nafnið gefur til kynna verður umræðuefnið á málþinginu þær miklu áskoranir sem mannkynið stendur frammi fyrir á nýhafinni öld, áskoranir sem snúa að loftslagi, heilbrigði, sjálfbærni, fátækt og offjölgun.

Annan kemur hingað til lands í boði forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×