Innlent

Tugur þingmanna á mælendaskrá - líklega fundað fram á nótt

Alþingi. Myndin er úr safni.
Alþingi. Myndin er úr safni.
Enn hefur ekki verið samið um þinglok, en önnur umræða um breytingar á stjórnarráðinu stendur nú yfir. Yfir tugur þingmanna er á mælendaskrá og búist er við að þeir fundi fram á nótt, en umræður stóðu yfir í þingsal til klukkan fjögur í morgun.

Að sögn Þuríðar Bachman, þingflokksformanns Vinstri-grænna, liggur ekkert fyrir um endanlega afgreiðslu málsins. Hún segir að tíma geti tekið að finna málamiðlun þegar skoðanaágreiningur er uppi, en fjöldi mála sem góð samstaða er um bíði afgreiðslu þar til lending náist í stjórnarráðsmálinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×